Fótbolti

Alfreð tryggði Heerenveen sigur

Alfreð fagnar.
Alfreð fagnar.
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason var enn eina ferðina hetja Heerenveen í kvöld er hann tryggði liðinu sigur á útivelli gegn Heracles.

Alfreð skoraði sigurmark leiksins á 49. mínútu. Heracles komst yfir í leiknum á 26. mínútu en Heerenveen jafnaði fyrir hlé.

Alfreð kláraði svo leikinn með sínu 22. marki í vetur. Heerenveen er í sjötta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×