Hælisleitendur fái svar innan 48 klukkustunda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:45 vísir/bítið Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“ Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?