Hafna því að skutlþjónustan sé ólögleg Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2014 15:02 Einn af stjórnendum Facebook hópsins sem stendur fyrir skutlþjónustu neitar því að starfsemin sé ólöglega. visir/gva - samsett Einn af stjórnendum Facebook hópsins sem stendur fyrir skutlþjónustu neitar því alfarið að um sé að ræða ólöglega starfsemi. Eins og Vísir greindi frá í morgun þá hafði ónefndur leigubílsstjóri samband við fréttastofu í gær og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," sagði bílstjórinn í samtali við Vísi. „Fram kemur í fréttinni um málið að umrædd skutlþjónustu sé ólögleg en því andmæli ég,“ segir einn af stjórnendum hópsins í samtali við Vísi. „Meðlimir hópsins setja inn færslur með símanúmeri sínu á vegg hópsins. Þeir tilkynna hvort þeir séu á ferðinni eða hvort að þeim vanti far. Þeim sem vantar far geta þá hringt í þá sem eru á ferðinni og þeir skutlað viðkomandi.“ „Hinsvegar taka sumir bensínpening fyrir farið. Líklegast telja leigubílstjórar að það sé ólögmæt starfsemi. Þetta er hinsvegar ekki ólögmætt.“ Stjórnandi síðunnar bendir því næst á úrskurð Samgönguráðuneytisins sér til stuðnings. „Þar var á ferðinni svipað dæmi, þegar fólk gat farið inn á vefsíðuna farthegar.is og fundið skutlara til að skutla sér gegn gjaldi. Vafi þótti leika á því hvort að þessi starfsemi félli undir lög um fólksflutninga og farmflutninga og/eða lög um leigubifreiðar.“ Fram kemur í niðurstöðu Samgönguráðuneytisins að umrædd starfsemi hafi ekki verið metin ólögleg. Skjáskot af svæði hópsins.„Ráðuneytið fellst því ekki á það með Vegagerðinni að sá akstur sem um ræðir í máli þessu falli undir leiguakstur samkvæmt lögum nr. 134/2001 þegar ekið er með bifreiðum sem eru fyrir átta farþega eða færri. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um þá starfsemi sem ætlunin er að fari fram á Farþegavefnum, farthegi.is, er ljóst að hún felst fyrst og fremst í að miðla upplýsingum um laust far í einkabifreiðum ökumanna og óskum um far frá væntanlegum farþegum auk aðstoð við greiðslur. Þar sem ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að starfsemi sú sem kærandi hyggst koma á fót telst ekki leigubifreiðaakstur og falli því ekki undir lög um leigubifreiðar nr. 134/2001 er það mat ráðuneytisins að ákvæði 3. gr. laga nr. 134/2001, um skyldu til afgreiðslu á leigubifreiðastöð, koma ekki til álita hvað varðar miðlun farþega á vefnum farthegi.is. Ráðuneytið fellst því á það með kæranda að honum sé heimilt að nota vefinn til miðlunar upplýsinga til farþega eða ökumanna, á takmörkunarsvæðum samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 397/2003.” „Að því sögðu, er óhætt að segja að það sé enginn grunnur fyrir ásökunum leigubílstjóra og alveg út úr kortinu að kalla þetta ólögmæta starfsemi þar sem Facebook-hópurinn er nánast hliðstæða þessarar vefsíðu.“ Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar. Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa." Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektum og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Einn af stjórnendum Facebook hópsins sem stendur fyrir skutlþjónustu neitar því alfarið að um sé að ræða ólöglega starfsemi. Eins og Vísir greindi frá í morgun þá hafði ónefndur leigubílsstjóri samband við fréttastofu í gær og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," sagði bílstjórinn í samtali við Vísi. „Fram kemur í fréttinni um málið að umrædd skutlþjónustu sé ólögleg en því andmæli ég,“ segir einn af stjórnendum hópsins í samtali við Vísi. „Meðlimir hópsins setja inn færslur með símanúmeri sínu á vegg hópsins. Þeir tilkynna hvort þeir séu á ferðinni eða hvort að þeim vanti far. Þeim sem vantar far geta þá hringt í þá sem eru á ferðinni og þeir skutlað viðkomandi.“ „Hinsvegar taka sumir bensínpening fyrir farið. Líklegast telja leigubílstjórar að það sé ólögmæt starfsemi. Þetta er hinsvegar ekki ólögmætt.“ Stjórnandi síðunnar bendir því næst á úrskurð Samgönguráðuneytisins sér til stuðnings. „Þar var á ferðinni svipað dæmi, þegar fólk gat farið inn á vefsíðuna farthegar.is og fundið skutlara til að skutla sér gegn gjaldi. Vafi þótti leika á því hvort að þessi starfsemi félli undir lög um fólksflutninga og farmflutninga og/eða lög um leigubifreiðar.“ Fram kemur í niðurstöðu Samgönguráðuneytisins að umrædd starfsemi hafi ekki verið metin ólögleg. Skjáskot af svæði hópsins.„Ráðuneytið fellst því ekki á það með Vegagerðinni að sá akstur sem um ræðir í máli þessu falli undir leiguakstur samkvæmt lögum nr. 134/2001 þegar ekið er með bifreiðum sem eru fyrir átta farþega eða færri. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um þá starfsemi sem ætlunin er að fari fram á Farþegavefnum, farthegi.is, er ljóst að hún felst fyrst og fremst í að miðla upplýsingum um laust far í einkabifreiðum ökumanna og óskum um far frá væntanlegum farþegum auk aðstoð við greiðslur. Þar sem ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að starfsemi sú sem kærandi hyggst koma á fót telst ekki leigubifreiðaakstur og falli því ekki undir lög um leigubifreiðar nr. 134/2001 er það mat ráðuneytisins að ákvæði 3. gr. laga nr. 134/2001, um skyldu til afgreiðslu á leigubifreiðastöð, koma ekki til álita hvað varðar miðlun farþega á vefnum farthegi.is. Ráðuneytið fellst því á það með kæranda að honum sé heimilt að nota vefinn til miðlunar upplýsinga til farþega eða ökumanna, á takmörkunarsvæðum samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 397/2003.” „Að því sögðu, er óhætt að segja að það sé enginn grunnur fyrir ásökunum leigubílstjóra og alveg út úr kortinu að kalla þetta ólögmæta starfsemi þar sem Facebook-hópurinn er nánast hliðstæða þessarar vefsíðu.“ Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar. Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa." Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektum og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira