Leigubílstjórar komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar samkeppni María Lilja Þrastardóttir og Elimar Hauksson skrifar 10. febrúar 2014 07:00 Lögregla kveðst ekki hafa nein "töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. vísir/Gva Ónefndur leigubílsstjóri hafði samband við fréttastofu og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," segir bílstjórinn. Í svari lögreglu við ábendingum Borgarbílastöðvarinnar, um skutlsíðuna segir meðal annars að mjög erfitt sé að eiga við hópa sem reki ólöglega starfsemi í gegnum facebook. Lögregla kveðst ekki hafa nein „töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. Í framhaldi kveðst lögregla muni skoða hvort send verði út tilkynning þar sem almenningur er beðinn um að „vara" sig á slíkum „tilboðum". Lítið annað verði aðhafst að svo stöddu. „Þetta eru ekki boðleg svör. Við bílstjórar erum komnir að þolmörkum," segir bílstjórinn og bætir við að það svíði óneitanlega að hver sem er geti gengið inn á hans starfssvið, haft af honum atvinnu með ólögmætum hætti og komist upp með það. „Við atvinnubílstjórar höfum greitt hár fjárhæðir fyrir atvinnu- og samgönguleyfið, námskeið og tryggingar. Þetta má bara ekki líðast." Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa."Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektir og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.Hér má sjá leiðbeiningar sem birtast á síðunni um hvernig sé hægt að auglýsa þjónustuna án þess að gerast sekur um lögbrot.Mynd/Skjáskot af Facebook Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira
Ónefndur leigubílsstjóri hafði samband við fréttastofu og greindi frá því að atvinnubílstjórar væru komnir að þolmörkum vegna ólöglegrar skutlþjónustu sem finna má í gegnum facebook. „Mér skilst að allar stöðvarnar séu búnar að kæra þetta fólk til samgöngustofu og einnig höfum við á Borgarbílastöðinni kært til lögreglunnar. Ekkert hefur þó verið gert og svörin sem við höfum fengið frá lögreglu eru fyrir neðan allar hellur," segir bílstjórinn. Í svari lögreglu við ábendingum Borgarbílastöðvarinnar, um skutlsíðuna segir meðal annars að mjög erfitt sé að eiga við hópa sem reki ólöglega starfsemi í gegnum facebook. Lögregla kveðst ekki hafa nein „töfraráð" en biður bílstjórana að tilkynna slíkar síður í gegnum tilkynningarkerfi Facebook. Í framhaldi kveðst lögregla muni skoða hvort send verði út tilkynning þar sem almenningur er beðinn um að „vara" sig á slíkum „tilboðum". Lítið annað verði aðhafst að svo stöddu. „Þetta eru ekki boðleg svör. Við bílstjórar erum komnir að þolmörkum," segir bílstjórinn og bætir við að það svíði óneitanlega að hver sem er geti gengið inn á hans starfssvið, haft af honum atvinnu með ólögmætum hætti og komist upp með það. „Við atvinnubílstjórar höfum greitt hár fjárhæðir fyrir atvinnu- og samgönguleyfið, námskeið og tryggingar. Þetta má bara ekki líðast." Í lögum um leigubílaakstur segir: „Leigubifreið til fólksflutninga skal auðkennd með þakljósi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað bifreiða. Ennfremur skal leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.Ökumaður leigubifreiðar skal ávallt hafa á sér skilríki skv. síðustu mgr. 6. gr. og 12. gr. sem sýnir að hann hafi tilskilin atvinnuleyfi eða heimild til aksturs í forföllum atvinnuleyfishafa."Þá kemur einnig fram að brot gegn þessum lögum varði fjársektir og/eða sviptingu á leyfi nema að þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.Hér má sjá leiðbeiningar sem birtast á síðunni um hvernig sé hægt að auglýsa þjónustuna án þess að gerast sekur um lögbrot.Mynd/Skjáskot af Facebook
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira