Innlent

Búnir að bora í gegnum fjórðung fjallsins

Jóhannes Stefánsson skrifar
Búið er að bora fjórðung vegalengdar Vaðlaheiðarganga, eða samtals 1.776 metra.

Heildarvegalengd ganganna er 7,4 kílómetrar og því er ljóst að mikið verk er fyrir höndum. Í göngunum er unnið nótt sem nýtan dag, alla daga vikunar á 12 klukkustunda vöktum. Þrjár vaktir skipta á milli sín vinnunni og er unnið í 10 daga og síðan er 5 daga frí.

Vinna við göngin hófst formlega þann 7. júlí síðastliðinn þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra gangsetti fyrstu sprenginguna við gangamunnann Eyjafjarðarmegin í fjarveru innanríksráðherra.

Bygging ganganna hefur verið umdeild og til að mynda greiddu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, nema tveir, atkvæði gegn byggingu þeirra vegna aðkomu ríkisins að fjármögnun þeirra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.