Spyr ráðherra um fegrunaraðgerðir á kynfærum stúlkna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. febrúar 2014 11:19 Líneik vill fræðast um fegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna. „Ég velti því upp hvort að það sé eitthvað í umræðunni sem hvetji ungar stúlkur til þess að fara í fegrunaraðgerðir á kynfærum sínum og hvort þessar aðgerðir séu í raun algengar,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Líneik lagði fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um fegrunar- og lýtaaðgerðir á kynfærum kvenna í þinginu á mánudag. Líneik spurði um ýmsa þætti tengda aðgerðum á kynfærum kvenna, og hvort munur væri á eftir því hvort þær eru framkvæmdar af læknisfræðilegum ástæðum eða öðrum ástæðum. „Það eru ýmsir fletir á þessari umræðu. Ég hafði til dæmis aldrei heyrt um hvíttunaraðgerðir í kringum kynfæri og endaþarm kvenna. Ég velti fyrir mér hégómanum í þessu og hvað knýr fólk til þess að breyta útliti sínu þarna,“ segir þingkonan frá Fáskrúðsfirði.Geta aðgerðir valdið skaða til frambúðar? Hún segist hafa heyrt að ljósmæður séu að velta þessu máli fyrir sér. „Ef ljósmæður hafa áhyggjur af þessu er full ástæða til þess að skoða þetta betur. Maður heyrði um það áður fyrr að konur færu í svona aðgerðir eftir fæðingu, þá jafnvel til að laga eitthvað sem fór úrskeiðis þegar þær voru að fæða," segir Líneik. „En nú heyrir maður um að unglingsstúlkur séu að fara í fegrunaraðgerðir á kynfærum og ég vil vita hvort þetta muni hafa áhrif til langs tíma; hvort að þessar aðgerðir geti haft afleiðingar til frambúðar fyrir þessar stúlkur og hvort þær séu upplýstar nógu vel ef það er raunveruleg hætta sem fylgir þessum aðgerðum.“Hvar liggja mörkin við læknaeiðinn? „Ég vil vita hvort það sé eitthvað aldurslágmark í fegrunaraðgerðir á kynfærum, þá meina ég aðgerðir sem eru ekki framkvæmdar að læknisfræðilegum ástæðum. Einnig vil ég vita hver fræðslan er sem konur fá áður en þær fara í aðgerðir af þessu tagi. Auk þess velti ég fyrir mér hvar mörkin liggja við læknaeiðinn. Nú erum við að berjast gegn umskurði á konum og stúlkum í öðrum löndum. Eigum við þá að sætta okkur við að ungar stúlkur fari í lýta- og fegrunaraðgerðir á kynfærum sínum hér á landi?“spyr Líneik. Hún segir fyrirspurnina vera til þess að fræðast um málið. „Fyrst og fremst vil ég afla mér upplýsinga um málið. Svona aðgerðir eru væntanlega á kostnað þeirra sem í þær fara. En ég myndi vilja vita hver ber ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis og kostnað samfélagsins af hugsanlegum ófyrirséðum afleiðingum þessara aðgerða. Það er mörgum spurningum ósvarað um þetta og ég vonast til þess að geta fengið einhver svör. Ef þetta er raunverulegt vandamál, þá þurfum við að ræða það,“ segir þingkonan. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Ég velti því upp hvort að það sé eitthvað í umræðunni sem hvetji ungar stúlkur til þess að fara í fegrunaraðgerðir á kynfærum sínum og hvort þessar aðgerðir séu í raun algengar,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Líneik lagði fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um fegrunar- og lýtaaðgerðir á kynfærum kvenna í þinginu á mánudag. Líneik spurði um ýmsa þætti tengda aðgerðum á kynfærum kvenna, og hvort munur væri á eftir því hvort þær eru framkvæmdar af læknisfræðilegum ástæðum eða öðrum ástæðum. „Það eru ýmsir fletir á þessari umræðu. Ég hafði til dæmis aldrei heyrt um hvíttunaraðgerðir í kringum kynfæri og endaþarm kvenna. Ég velti fyrir mér hégómanum í þessu og hvað knýr fólk til þess að breyta útliti sínu þarna,“ segir þingkonan frá Fáskrúðsfirði.Geta aðgerðir valdið skaða til frambúðar? Hún segist hafa heyrt að ljósmæður séu að velta þessu máli fyrir sér. „Ef ljósmæður hafa áhyggjur af þessu er full ástæða til þess að skoða þetta betur. Maður heyrði um það áður fyrr að konur færu í svona aðgerðir eftir fæðingu, þá jafnvel til að laga eitthvað sem fór úrskeiðis þegar þær voru að fæða," segir Líneik. „En nú heyrir maður um að unglingsstúlkur séu að fara í fegrunaraðgerðir á kynfærum og ég vil vita hvort þetta muni hafa áhrif til langs tíma; hvort að þessar aðgerðir geti haft afleiðingar til frambúðar fyrir þessar stúlkur og hvort þær séu upplýstar nógu vel ef það er raunveruleg hætta sem fylgir þessum aðgerðum.“Hvar liggja mörkin við læknaeiðinn? „Ég vil vita hvort það sé eitthvað aldurslágmark í fegrunaraðgerðir á kynfærum, þá meina ég aðgerðir sem eru ekki framkvæmdar að læknisfræðilegum ástæðum. Einnig vil ég vita hver fræðslan er sem konur fá áður en þær fara í aðgerðir af þessu tagi. Auk þess velti ég fyrir mér hvar mörkin liggja við læknaeiðinn. Nú erum við að berjast gegn umskurði á konum og stúlkum í öðrum löndum. Eigum við þá að sætta okkur við að ungar stúlkur fari í lýta- og fegrunaraðgerðir á kynfærum sínum hér á landi?“spyr Líneik. Hún segir fyrirspurnina vera til þess að fræðast um málið. „Fyrst og fremst vil ég afla mér upplýsinga um málið. Svona aðgerðir eru væntanlega á kostnað þeirra sem í þær fara. En ég myndi vilja vita hver ber ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis og kostnað samfélagsins af hugsanlegum ófyrirséðum afleiðingum þessara aðgerða. Það er mörgum spurningum ósvarað um þetta og ég vonast til þess að geta fengið einhver svör. Ef þetta er raunverulegt vandamál, þá þurfum við að ræða það,“ segir þingkonan.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira