Harma að ráðherra hafi sett okkar veikasta fólk í þessa stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2014 11:55 Unnur Pétursdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara. Vísir/GVA „Því verri stöðu sem skjólstæðingar okkar eru í, því verr lendir þetta á þeim. Það þykir okkur mjög miður og við hörmum að sú staða sé komin upp að ráðherra hafi sett okkur veikasta fólk í svona ömurlega stöðu,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara. Skjólstæðingar sjúkraþjálfara þurfa nú að leggja út fyrir fullu gjaldi meðferðar og sækja sjálf endurgreiðslu gjaldsins til Sjúkratryggingar Íslands. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skrifaði ekki undir samning milli Sjúkratryggingar Íslands og sjúkraþjálfara og sagði hann áherslur samningsins ekki hafa fallið nógu vel að markmiðum ríkisstjórnarinnar í kjarasamningum. „Ég vona svo sannarlega að það sé nógu mikill strengur í ráðherra svo hann sjái til þess að það fari ekki svo að við séum samningslaus svo mánuðum skiptir. Það er líka fróðlegt að vitna í hans eigin orð þegar hann skrifaði undir samning við sérfræðilækna um áramótin. Þá skrifaði hann undir með þeim orðum að það væri ábyrgðarhluti að láta fagstéttir vera utan samnings. Það er nákvæmlega sú staða sem hann er að búa til núna, sem hann sagði þá að væri óásættanleg,“ segir Unnur. „Þeir vilja meina að þessi samningur samræmist ekki verðlagsmarkmiðum. Samningsleysi til lengri tíma þýðir óhjákvæmilega að þeir veikustu, sem eru sá hópur sem bæði á erfiðast með að leggja út fyrir heildargjaldinu og að sækja sér endurgreiðsluna. Þetta eru þeir hópar sem eru veikastur og niðurstaðan yrði sú að þeir þyrftu líklega að leggjast inn á sjúkrahús eða stofnanir. Hvar er sparnaðurinn í því?“ Þá segir Unnur að sjúkraþjálfun sé í raun ódýrt úrræði í heilbrigðisþjónustu. „Dýrustu úrræðin, fyrir utan dvöl á sjúkrahúsi, eru skurðaðgerðir og lyf. Sjúkraþjálfun getur í mörgum tilfellum haldið fólki utan sjúkrahúsa og gerir öldruðum kleyft að búa heima í stað stofnanna eða sjúkrahúsa. Lyfjanotkun minnkar og oft er hægt að koma í veg fyrir eða fresta þörf á aðgerðum. Sjúkraþjálfun getur sparað mjög stórar fjárhæðir annarsstaðar í kerfinu. Að þrengja að sjúkraþjálfun er ekki til sparnaðar.“ „Okkur þykir afskaplega leitt að þurfa að auka fólki óhagræði með þessu móti. Svo eru hópar sem lenda illa í þessu. Við erum að þjónusta fatlað fólk, fólk með fötluð börn og aldrað fólk sem jafnvel er komið með elliglöp og getur illa haldið utan um svona mál. Það er snúið fyrir sjúkraþjálfara sem eru að þjónusta slíkt fólk. Það er ekki síst þeirra vegna sem við viljum vera með samning, en ráðherra virðist vera á annarri skoðun.“Fréttastofu hefur orðið vart við töluverða reiði vegna nýju reglugerðarinnar. Þessi tölvupóstur var sendur til ráðherra og birtur á Facebook.„Það að ráðherra neitaði að skrifa undir er mjög fróðlegt í ljósi þess að samningstilboðið kom frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem er sú nefnd sem sér um samningagerð fyrir hönd ríkisins. Þetta er mjög undarleg staða.“ „Undarlegheitin eru hvað mest þau að á meðan samningaferlinu stóð var mjög ljóst að samninganefnd Sjúkratrygginga var í samskiptum við fjármálaráðuneytið. Áður en gengið frá samningum. Ég get ekki ætlað annað en að ráðuneytið hafi verið fullkomlega upplýst um stöðu mála í viðræðunum.“ „Ef við verðum kölluð aftur að samningsborðinu verðum við að spyrja okkur hvort við séum að ræða við nefnd sem hefur samningsumboð eða ekki. Við ætlum ekki að eyða öðrum mánuði í botnlausa vinnu við að búa til samning við umboðslausa nefnd,“ segir Unnur. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Sjá meira
„Því verri stöðu sem skjólstæðingar okkar eru í, því verr lendir þetta á þeim. Það þykir okkur mjög miður og við hörmum að sú staða sé komin upp að ráðherra hafi sett okkur veikasta fólk í svona ömurlega stöðu,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara. Skjólstæðingar sjúkraþjálfara þurfa nú að leggja út fyrir fullu gjaldi meðferðar og sækja sjálf endurgreiðslu gjaldsins til Sjúkratryggingar Íslands. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skrifaði ekki undir samning milli Sjúkratryggingar Íslands og sjúkraþjálfara og sagði hann áherslur samningsins ekki hafa fallið nógu vel að markmiðum ríkisstjórnarinnar í kjarasamningum. „Ég vona svo sannarlega að það sé nógu mikill strengur í ráðherra svo hann sjái til þess að það fari ekki svo að við séum samningslaus svo mánuðum skiptir. Það er líka fróðlegt að vitna í hans eigin orð þegar hann skrifaði undir samning við sérfræðilækna um áramótin. Þá skrifaði hann undir með þeim orðum að það væri ábyrgðarhluti að láta fagstéttir vera utan samnings. Það er nákvæmlega sú staða sem hann er að búa til núna, sem hann sagði þá að væri óásættanleg,“ segir Unnur. „Þeir vilja meina að þessi samningur samræmist ekki verðlagsmarkmiðum. Samningsleysi til lengri tíma þýðir óhjákvæmilega að þeir veikustu, sem eru sá hópur sem bæði á erfiðast með að leggja út fyrir heildargjaldinu og að sækja sér endurgreiðsluna. Þetta eru þeir hópar sem eru veikastur og niðurstaðan yrði sú að þeir þyrftu líklega að leggjast inn á sjúkrahús eða stofnanir. Hvar er sparnaðurinn í því?“ Þá segir Unnur að sjúkraþjálfun sé í raun ódýrt úrræði í heilbrigðisþjónustu. „Dýrustu úrræðin, fyrir utan dvöl á sjúkrahúsi, eru skurðaðgerðir og lyf. Sjúkraþjálfun getur í mörgum tilfellum haldið fólki utan sjúkrahúsa og gerir öldruðum kleyft að búa heima í stað stofnanna eða sjúkrahúsa. Lyfjanotkun minnkar og oft er hægt að koma í veg fyrir eða fresta þörf á aðgerðum. Sjúkraþjálfun getur sparað mjög stórar fjárhæðir annarsstaðar í kerfinu. Að þrengja að sjúkraþjálfun er ekki til sparnaðar.“ „Okkur þykir afskaplega leitt að þurfa að auka fólki óhagræði með þessu móti. Svo eru hópar sem lenda illa í þessu. Við erum að þjónusta fatlað fólk, fólk með fötluð börn og aldrað fólk sem jafnvel er komið með elliglöp og getur illa haldið utan um svona mál. Það er snúið fyrir sjúkraþjálfara sem eru að þjónusta slíkt fólk. Það er ekki síst þeirra vegna sem við viljum vera með samning, en ráðherra virðist vera á annarri skoðun.“Fréttastofu hefur orðið vart við töluverða reiði vegna nýju reglugerðarinnar. Þessi tölvupóstur var sendur til ráðherra og birtur á Facebook.„Það að ráðherra neitaði að skrifa undir er mjög fróðlegt í ljósi þess að samningstilboðið kom frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem er sú nefnd sem sér um samningagerð fyrir hönd ríkisins. Þetta er mjög undarleg staða.“ „Undarlegheitin eru hvað mest þau að á meðan samningaferlinu stóð var mjög ljóst að samninganefnd Sjúkratrygginga var í samskiptum við fjármálaráðuneytið. Áður en gengið frá samningum. Ég get ekki ætlað annað en að ráðuneytið hafi verið fullkomlega upplýst um stöðu mála í viðræðunum.“ „Ef við verðum kölluð aftur að samningsborðinu verðum við að spyrja okkur hvort við séum að ræða við nefnd sem hefur samningsumboð eða ekki. Við ætlum ekki að eyða öðrum mánuði í botnlausa vinnu við að búa til samning við umboðslausa nefnd,“ segir Unnur.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Sjá meira