Móðir tveggja drengja með ólæknandi sjúkdóm: Vikan kostar þrjátíu þúsund krónur á meðan deilan er óleyst Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. febrúar 2014 13:49 Sif vonast til þess að deilan leysist sem fyrst. „Það segir sig sjálft að enginn grefur upp í kringum 130 þúsund krónur upp úr vasanum mánaðarlega,“ segir Sif Hauksdóttir, móðir tveggja drengja með ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm. Sjúkraþjálfun er nauðsynlegur hluti af meðferð við sjúkdóminum, drengirnir hennar Sifjar mega alls ekki missa úr tíma. Sif er því ákflega ósátt við Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, fyrir að hafa ekki undirritað samninga við sjúkraþjálfara. Samningar eru lausir og nú neyðast þeir sem þurfa þjónustu sjúkraþjálfara að leggja út fyrir heimsóknum sínum og óvissa ríkir um hvort - og hvernig - það verði endurgreitt. Eitt er víst: Heimsóknir til sjúkraþjálfara kosta mikil fjárútlát.Dýrt fyrir fjölskylduna Og það er dýrt fyrir fjölskyldu sem er með tvo einstaklinga sem þurfa að fara að minnsta kosti tvisvar í viku til sjúkraþjálfara. „Vikan kostar okkur um 30 þúsund, strákarnir þurfa báðir að fara tvisvar sinnum í viku í sjúkraþjálfun. Bráðlega þarf að bæta þriðja skiptinu við hjá eldri stráknum og þá fer kostnaðurinn upp í um 38 þúsund krónur á viku,“ útskýrir Sif. Áður en samniningarnir sem voru í gildi runnu út þurfi fjölskyldan að greiða fyrir fyrstu þrjátíu heimsóknir drengjanna á árinu en síðan tók ríkið við. Þetta er því gríðarlega mikið stökk; miklu kostnaðarsamara.„Eins og að pissa í skóinn sinn“ Sif er ósátt við að deilan sé ekki leyst. „Maður hefði haldið að heilbrigðisráðherra hefði betri yfirsýn og gerði sér betur grein fyrir neyð fólksins sem treystir á sjúkraþjálfun. Maður hefur séð að hann setur kostnað fyrir sig. En það er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn,“ segir Sif. Sif ritaði opið bréf til ráðherra. Þar lýsir hún erfiðum aðstæðum fjölskyldunnar. Strákarnir þurfi nauðsynlega að fara í sjúkraþjálfun, það sé ekki hægt að gera hlé á meðferðinni „Við höfum ekki valkostinn að pása meðferð þangað til skrifað verður undir.Er þetta þjóðfélagið sem þú villt bjóða fólki uppá að búa í ? Ef af einhverjum ástæðum fólk þarf á sjúkraþjálfun að halda að þá sé bara eins gott fyrir það að vera með góðar tekjur því annars megi það bara éta það sem úti frýs ?“Hér að neðan má sjá bréfið í heild sinni:Sæll Kristján,Ég vona að ég sé hvorki fyrsta né síðasta manneskjan til að skrifa þér um eftirfarandi málefni enda mjög ofarlega í huga margra þessa dagana.Það sem um ræðir er samningur við sjúkraþjálfara. Það er með ólíkindum að ekki sé hægt að staðfesta þennan samning. Þú hefur nefnt fjármagn, en sem heilbrigðisráðherra hlýtur þú að skilja það að ef fólk fær ekki sína nauðsynlegu sjúkraþjálfun þá getur það varla haft neitt annað en slæm áhrif á heilsu þess. Sem hlýtur að koma út í auknum kostnaði annarstaðar í heilbrigðiskerfinu.Sem móðir er ég svo heppin að eiga þrjú yndisleg börn. Synir mínir tveir eru með ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm, og sjúkraþjálfun er þeim afskaplega nauðsynleg. Þeir fara hvor um sig tvisvar sinnum í viku í þjálfun eins og er. Þeir fóru í morgun og fyrir það greiddum við 15.410 krónur. Þeir fara aftur á mánudaginn, og aftur á miðvikudaginn eftir viku og svo framvegis. Þetta gera 30.820 krónur á viku, 123.280 krónur á mánuði. Sem eins og gefur að skilja er afskaplega mikill peningur fyrir unga fjölskyldu með börn.Við höfum ekki valkostinn að pása meðferð þangað til skrifað verður undir.Er þetta þjóðfélagið sem þú villt bjóða fólki uppá að búa í ? Ef af einhverjum ástæðum fólk þarf á sjúkraþjálfun að halda að þá sé bara eins gott fyrir það að vera með góðar tekjur því annars megi það bara éta það sem úti frýs ?Þetta er helvíti lélegt verð ég að segja og ég skora á þig að skrifa undir sem fyrst.Með bestu kveðju,Sif Hauksdóttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Það segir sig sjálft að enginn grefur upp í kringum 130 þúsund krónur upp úr vasanum mánaðarlega,“ segir Sif Hauksdóttir, móðir tveggja drengja með ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm. Sjúkraþjálfun er nauðsynlegur hluti af meðferð við sjúkdóminum, drengirnir hennar Sifjar mega alls ekki missa úr tíma. Sif er því ákflega ósátt við Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, fyrir að hafa ekki undirritað samninga við sjúkraþjálfara. Samningar eru lausir og nú neyðast þeir sem þurfa þjónustu sjúkraþjálfara að leggja út fyrir heimsóknum sínum og óvissa ríkir um hvort - og hvernig - það verði endurgreitt. Eitt er víst: Heimsóknir til sjúkraþjálfara kosta mikil fjárútlát.Dýrt fyrir fjölskylduna Og það er dýrt fyrir fjölskyldu sem er með tvo einstaklinga sem þurfa að fara að minnsta kosti tvisvar í viku til sjúkraþjálfara. „Vikan kostar okkur um 30 þúsund, strákarnir þurfa báðir að fara tvisvar sinnum í viku í sjúkraþjálfun. Bráðlega þarf að bæta þriðja skiptinu við hjá eldri stráknum og þá fer kostnaðurinn upp í um 38 þúsund krónur á viku,“ útskýrir Sif. Áður en samniningarnir sem voru í gildi runnu út þurfi fjölskyldan að greiða fyrir fyrstu þrjátíu heimsóknir drengjanna á árinu en síðan tók ríkið við. Þetta er því gríðarlega mikið stökk; miklu kostnaðarsamara.„Eins og að pissa í skóinn sinn“ Sif er ósátt við að deilan sé ekki leyst. „Maður hefði haldið að heilbrigðisráðherra hefði betri yfirsýn og gerði sér betur grein fyrir neyð fólksins sem treystir á sjúkraþjálfun. Maður hefur séð að hann setur kostnað fyrir sig. En það er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn,“ segir Sif. Sif ritaði opið bréf til ráðherra. Þar lýsir hún erfiðum aðstæðum fjölskyldunnar. Strákarnir þurfi nauðsynlega að fara í sjúkraþjálfun, það sé ekki hægt að gera hlé á meðferðinni „Við höfum ekki valkostinn að pása meðferð þangað til skrifað verður undir.Er þetta þjóðfélagið sem þú villt bjóða fólki uppá að búa í ? Ef af einhverjum ástæðum fólk þarf á sjúkraþjálfun að halda að þá sé bara eins gott fyrir það að vera með góðar tekjur því annars megi það bara éta það sem úti frýs ?“Hér að neðan má sjá bréfið í heild sinni:Sæll Kristján,Ég vona að ég sé hvorki fyrsta né síðasta manneskjan til að skrifa þér um eftirfarandi málefni enda mjög ofarlega í huga margra þessa dagana.Það sem um ræðir er samningur við sjúkraþjálfara. Það er með ólíkindum að ekki sé hægt að staðfesta þennan samning. Þú hefur nefnt fjármagn, en sem heilbrigðisráðherra hlýtur þú að skilja það að ef fólk fær ekki sína nauðsynlegu sjúkraþjálfun þá getur það varla haft neitt annað en slæm áhrif á heilsu þess. Sem hlýtur að koma út í auknum kostnaði annarstaðar í heilbrigðiskerfinu.Sem móðir er ég svo heppin að eiga þrjú yndisleg börn. Synir mínir tveir eru með ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm, og sjúkraþjálfun er þeim afskaplega nauðsynleg. Þeir fara hvor um sig tvisvar sinnum í viku í þjálfun eins og er. Þeir fóru í morgun og fyrir það greiddum við 15.410 krónur. Þeir fara aftur á mánudaginn, og aftur á miðvikudaginn eftir viku og svo framvegis. Þetta gera 30.820 krónur á viku, 123.280 krónur á mánuði. Sem eins og gefur að skilja er afskaplega mikill peningur fyrir unga fjölskyldu með börn.Við höfum ekki valkostinn að pása meðferð þangað til skrifað verður undir.Er þetta þjóðfélagið sem þú villt bjóða fólki uppá að búa í ? Ef af einhverjum ástæðum fólk þarf á sjúkraþjálfun að halda að þá sé bara eins gott fyrir það að vera með góðar tekjur því annars megi það bara éta það sem úti frýs ?Þetta er helvíti lélegt verð ég að segja og ég skora á þig að skrifa undir sem fyrst.Með bestu kveðju,Sif Hauksdóttir
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira