Rannsókn vegna stækkunar fjármögnuð með veggjöldum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. febrúar 2014 13:32 VÍSIR/PJETUR/SAMSETT „Á árunum 2007 til 2009 voru gerðar rannsóknir sem voru undirbúningur fyrir tvöföldun Hvalfjarðarganga,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar sem sér um rekstur gangnanna. „Það var gert í samkomulagi við Vegagerðina og gögnin úr þeirri vinnu voru afhent Vegagerðinni og ríkinu,“ segir Gísli en rannsóknin var hluti af öryggismálum Hvalfjarðargangna. Heildarkostnaður rannsóknarinnar nam 113 milljónum króna. Gísli segir að veggjöldin hafi fjármagnað rannsóknina. Rannsóknin fólst meðal annars í því að bora upp í bergið, skoða jarðveginn og reglugerðir og úttekt á kröfum sem nú eru gerðar til jarðgangna. Um það hvort að slíkar rannsóknir séu í samræmi við upphaflegan samning Spalar við ríkið um rekstur Hvalfjarðarganga svarar Gísli því til að árið 2007 hafi Spölur gert samkomulag við Vegagerðina um að Spölur færi í grunnrannsóknir á mögulegum nýjum göngum eða stækkun þeirra. Á þeim tíma hafi umferðarferðarþungi í gegnum göngin verið þannig að talið var nauðsynlegt að fara í að kanna með stækkun þeirra. Auk þess hafi öryggiskröfur í jarðgöngum verið hertar frá því árið 1995 þegar upphaflegur samningur var undirritaður. Verkefni Spalar sé að reka göngin og sjá til þess að þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um öryggi. Fyrir utan þær 113 miljónir sem farið hafa í rannsóknir vegna stækkunar gangnanna hafi Spölur fjárfest í öryggisbúnaði í göngunum fyrir um 300 milljónir . Varla sé hægt að álása Spöl fyrir að draga lappirnar í því að tryggja öryggi vegfarenda.Stækkun kostar átta til níu milljarða Gísli segir að kostnaður við stækkun gangnanna sé á bilinu átta til níu milljarðar án virðisaukaskatts og rannsóknarvinnan hafi aðeins verið undirbúningur á því verkefni. Hann segir það margrætt að tvöföldun gangnanna sé langbesta lausnin í öryggismálum á þessum kafla þjóðvegarins. „Það er ekki spurning um hvort göngin verði stækkuð heldur hvenær,“ segir Gísli. „Umferð í gegnum göngin dróst saman árið 2008 en nú er það að snúast við.“ Stjórn Spalar taki ekki ákvörðun um framkvæmdina né með hvaða hætti hún verði fjármögnuð eða greidd. „Ég vildi gjarnan keyra þarna frítt, það er ekki það, en það er augljóst að það þarf að fjalla um málið og fara yfir það með faglegum hætti.“ Tengdar fréttir Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng munu ekki uppfylla tilsett öryggisskilyrði ef umferð heldur áfram að aukast. 10. febrúar 2014 15:43 Fráleitt að sátt náist um áframhaldandi veggjöld „Þeir sem ferðast undir Hvalfjörðinn verða búnir að borga veggjald í 20 ár árið 2018,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, einn stofnenda hóps fólks sem mótmælir áframhaldandi gjaldtöku í göngunum. 12. febrúar 2014 16:06 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Á árunum 2007 til 2009 voru gerðar rannsóknir sem voru undirbúningur fyrir tvöföldun Hvalfjarðarganga,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar sem sér um rekstur gangnanna. „Það var gert í samkomulagi við Vegagerðina og gögnin úr þeirri vinnu voru afhent Vegagerðinni og ríkinu,“ segir Gísli en rannsóknin var hluti af öryggismálum Hvalfjarðargangna. Heildarkostnaður rannsóknarinnar nam 113 milljónum króna. Gísli segir að veggjöldin hafi fjármagnað rannsóknina. Rannsóknin fólst meðal annars í því að bora upp í bergið, skoða jarðveginn og reglugerðir og úttekt á kröfum sem nú eru gerðar til jarðgangna. Um það hvort að slíkar rannsóknir séu í samræmi við upphaflegan samning Spalar við ríkið um rekstur Hvalfjarðarganga svarar Gísli því til að árið 2007 hafi Spölur gert samkomulag við Vegagerðina um að Spölur færi í grunnrannsóknir á mögulegum nýjum göngum eða stækkun þeirra. Á þeim tíma hafi umferðarferðarþungi í gegnum göngin verið þannig að talið var nauðsynlegt að fara í að kanna með stækkun þeirra. Auk þess hafi öryggiskröfur í jarðgöngum verið hertar frá því árið 1995 þegar upphaflegur samningur var undirritaður. Verkefni Spalar sé að reka göngin og sjá til þess að þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um öryggi. Fyrir utan þær 113 miljónir sem farið hafa í rannsóknir vegna stækkunar gangnanna hafi Spölur fjárfest í öryggisbúnaði í göngunum fyrir um 300 milljónir . Varla sé hægt að álása Spöl fyrir að draga lappirnar í því að tryggja öryggi vegfarenda.Stækkun kostar átta til níu milljarða Gísli segir að kostnaður við stækkun gangnanna sé á bilinu átta til níu milljarðar án virðisaukaskatts og rannsóknarvinnan hafi aðeins verið undirbúningur á því verkefni. Hann segir það margrætt að tvöföldun gangnanna sé langbesta lausnin í öryggismálum á þessum kafla þjóðvegarins. „Það er ekki spurning um hvort göngin verði stækkuð heldur hvenær,“ segir Gísli. „Umferð í gegnum göngin dróst saman árið 2008 en nú er það að snúast við.“ Stjórn Spalar taki ekki ákvörðun um framkvæmdina né með hvaða hætti hún verði fjármögnuð eða greidd. „Ég vildi gjarnan keyra þarna frítt, það er ekki það, en það er augljóst að það þarf að fjalla um málið og fara yfir það með faglegum hætti.“
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng munu ekki uppfylla tilsett öryggisskilyrði ef umferð heldur áfram að aukast. 10. febrúar 2014 15:43 Fráleitt að sátt náist um áframhaldandi veggjöld „Þeir sem ferðast undir Hvalfjörðinn verða búnir að borga veggjald í 20 ár árið 2018,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, einn stofnenda hóps fólks sem mótmælir áframhaldandi gjaldtöku í göngunum. 12. febrúar 2014 16:06 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng munu ekki uppfylla tilsett öryggisskilyrði ef umferð heldur áfram að aukast. 10. febrúar 2014 15:43
Fráleitt að sátt náist um áframhaldandi veggjöld „Þeir sem ferðast undir Hvalfjörðinn verða búnir að borga veggjald í 20 ár árið 2018,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, einn stofnenda hóps fólks sem mótmælir áframhaldandi gjaldtöku í göngunum. 12. febrúar 2014 16:06