Rannsókn vegna stækkunar fjármögnuð með veggjöldum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. febrúar 2014 13:32 VÍSIR/PJETUR/SAMSETT „Á árunum 2007 til 2009 voru gerðar rannsóknir sem voru undirbúningur fyrir tvöföldun Hvalfjarðarganga,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar sem sér um rekstur gangnanna. „Það var gert í samkomulagi við Vegagerðina og gögnin úr þeirri vinnu voru afhent Vegagerðinni og ríkinu,“ segir Gísli en rannsóknin var hluti af öryggismálum Hvalfjarðargangna. Heildarkostnaður rannsóknarinnar nam 113 milljónum króna. Gísli segir að veggjöldin hafi fjármagnað rannsóknina. Rannsóknin fólst meðal annars í því að bora upp í bergið, skoða jarðveginn og reglugerðir og úttekt á kröfum sem nú eru gerðar til jarðgangna. Um það hvort að slíkar rannsóknir séu í samræmi við upphaflegan samning Spalar við ríkið um rekstur Hvalfjarðarganga svarar Gísli því til að árið 2007 hafi Spölur gert samkomulag við Vegagerðina um að Spölur færi í grunnrannsóknir á mögulegum nýjum göngum eða stækkun þeirra. Á þeim tíma hafi umferðarferðarþungi í gegnum göngin verið þannig að talið var nauðsynlegt að fara í að kanna með stækkun þeirra. Auk þess hafi öryggiskröfur í jarðgöngum verið hertar frá því árið 1995 þegar upphaflegur samningur var undirritaður. Verkefni Spalar sé að reka göngin og sjá til þess að þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um öryggi. Fyrir utan þær 113 miljónir sem farið hafa í rannsóknir vegna stækkunar gangnanna hafi Spölur fjárfest í öryggisbúnaði í göngunum fyrir um 300 milljónir . Varla sé hægt að álása Spöl fyrir að draga lappirnar í því að tryggja öryggi vegfarenda.Stækkun kostar átta til níu milljarða Gísli segir að kostnaður við stækkun gangnanna sé á bilinu átta til níu milljarðar án virðisaukaskatts og rannsóknarvinnan hafi aðeins verið undirbúningur á því verkefni. Hann segir það margrætt að tvöföldun gangnanna sé langbesta lausnin í öryggismálum á þessum kafla þjóðvegarins. „Það er ekki spurning um hvort göngin verði stækkuð heldur hvenær,“ segir Gísli. „Umferð í gegnum göngin dróst saman árið 2008 en nú er það að snúast við.“ Stjórn Spalar taki ekki ákvörðun um framkvæmdina né með hvaða hætti hún verði fjármögnuð eða greidd. „Ég vildi gjarnan keyra þarna frítt, það er ekki það, en það er augljóst að það þarf að fjalla um málið og fara yfir það með faglegum hætti.“ Tengdar fréttir Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng munu ekki uppfylla tilsett öryggisskilyrði ef umferð heldur áfram að aukast. 10. febrúar 2014 15:43 Fráleitt að sátt náist um áframhaldandi veggjöld „Þeir sem ferðast undir Hvalfjörðinn verða búnir að borga veggjald í 20 ár árið 2018,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, einn stofnenda hóps fólks sem mótmælir áframhaldandi gjaldtöku í göngunum. 12. febrúar 2014 16:06 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Á árunum 2007 til 2009 voru gerðar rannsóknir sem voru undirbúningur fyrir tvöföldun Hvalfjarðarganga,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar sem sér um rekstur gangnanna. „Það var gert í samkomulagi við Vegagerðina og gögnin úr þeirri vinnu voru afhent Vegagerðinni og ríkinu,“ segir Gísli en rannsóknin var hluti af öryggismálum Hvalfjarðargangna. Heildarkostnaður rannsóknarinnar nam 113 milljónum króna. Gísli segir að veggjöldin hafi fjármagnað rannsóknina. Rannsóknin fólst meðal annars í því að bora upp í bergið, skoða jarðveginn og reglugerðir og úttekt á kröfum sem nú eru gerðar til jarðgangna. Um það hvort að slíkar rannsóknir séu í samræmi við upphaflegan samning Spalar við ríkið um rekstur Hvalfjarðarganga svarar Gísli því til að árið 2007 hafi Spölur gert samkomulag við Vegagerðina um að Spölur færi í grunnrannsóknir á mögulegum nýjum göngum eða stækkun þeirra. Á þeim tíma hafi umferðarferðarþungi í gegnum göngin verið þannig að talið var nauðsynlegt að fara í að kanna með stækkun þeirra. Auk þess hafi öryggiskröfur í jarðgöngum verið hertar frá því árið 1995 þegar upphaflegur samningur var undirritaður. Verkefni Spalar sé að reka göngin og sjá til þess að þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um öryggi. Fyrir utan þær 113 miljónir sem farið hafa í rannsóknir vegna stækkunar gangnanna hafi Spölur fjárfest í öryggisbúnaði í göngunum fyrir um 300 milljónir . Varla sé hægt að álása Spöl fyrir að draga lappirnar í því að tryggja öryggi vegfarenda.Stækkun kostar átta til níu milljarða Gísli segir að kostnaður við stækkun gangnanna sé á bilinu átta til níu milljarðar án virðisaukaskatts og rannsóknarvinnan hafi aðeins verið undirbúningur á því verkefni. Hann segir það margrætt að tvöföldun gangnanna sé langbesta lausnin í öryggismálum á þessum kafla þjóðvegarins. „Það er ekki spurning um hvort göngin verði stækkuð heldur hvenær,“ segir Gísli. „Umferð í gegnum göngin dróst saman árið 2008 en nú er það að snúast við.“ Stjórn Spalar taki ekki ákvörðun um framkvæmdina né með hvaða hætti hún verði fjármögnuð eða greidd. „Ég vildi gjarnan keyra þarna frítt, það er ekki það, en það er augljóst að það þarf að fjalla um málið og fara yfir það með faglegum hætti.“
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng munu ekki uppfylla tilsett öryggisskilyrði ef umferð heldur áfram að aukast. 10. febrúar 2014 15:43 Fráleitt að sátt náist um áframhaldandi veggjöld „Þeir sem ferðast undir Hvalfjörðinn verða búnir að borga veggjald í 20 ár árið 2018,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, einn stofnenda hóps fólks sem mótmælir áframhaldandi gjaldtöku í göngunum. 12. febrúar 2014 16:06 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng munu ekki uppfylla tilsett öryggisskilyrði ef umferð heldur áfram að aukast. 10. febrúar 2014 15:43
Fráleitt að sátt náist um áframhaldandi veggjöld „Þeir sem ferðast undir Hvalfjörðinn verða búnir að borga veggjald í 20 ár árið 2018,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, einn stofnenda hóps fólks sem mótmælir áframhaldandi gjaldtöku í göngunum. 12. febrúar 2014 16:06