Mikil harka í baráttunni um oddvitasætið Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2014 19:56 Mikil harka er hlaupin í baráttuna um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Stuðningsmenn Margrétar Friðriksdóttur sem sækir að oddvita flokksins í fyrsta sætið, saka bæjarstjórann og stuðningsmenn hans um óheiðarleg vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi í bæjarstjórnarpólitíkinni í Kópavogi svo árum skiptir og verður það væntanlega áfram því hann er að mælast með um eða yfir 40 prósent í könnunum. En hart er barist um oddvitasætið á lista flokksins og tala sumir um leðjuslag í því sambandi. Þannig sagði Aðalsteinn Jónsson bæjarstjórnarfulltrúi flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar að menn kæmu með þrjá til fjóra hnífa í bakinu heim til sín eftir störf í flokknum. En hann og aðrir sem styðja Margréti Friðriksdóttur skólameistara í fyrsta sæti listans í prófkjöri um næstu helgi saka stuðningsmenn bæjarstjórnas um óheiðarleg vinnubrögð. Margrét segir hörkuna mikla. „Já, það er að færast svolítil harka í leikinn sýnist mér. Mér hugnast nú ekki þessi vinnubrögð eins og þau eru. Þannig að þetta var nú kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf kost á mér í þetta prófkjör. Hvernig pólitíkin pólitíkin hefur verið rekinn hér í Kópavogi,“ segir Margrét. Fylkingarinnar sem takast á eru annars vegar stuðningsmenn bæjarstjórnans og þeir sem sagðir eru fylgja Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra að málum.Eru þetta tvær öflugar fylkingar að takast á?„Ég held að þetta séu fylkingar. Ég veit ekki hvort þær eru tvær eða fleiri og það er orðin þarna töluverð gjá manna á milli, bæði innan flokksins og svo hafa menn náttúrlega verið að deila á milli flokka,“ segir Margrét.Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kannast ekki við hörku í prófkjörinu.Heldur þú að verði tæpt á með ykkur?„það verður bara að koma í ljós. Ég fer í þetta prófkjör eins og önnur prófkjör. Þetta er auðvitað keppni fram á síðustu mínútu. En ég er vissulega bjartsýnn því það hefur gengið mjög vel eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og samstarfsflokkarnir tóku við á miðju kjörtímabili,“ segir Ármann. Það er ekki enn gróðið um heilt á milli hörðustu stuðningsmanna Gunnars Birgissonar og Ármanns sem sigraði Gunnar í síðasta prófkjöri. „Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á samvinnu og mun gera það áfram. Þannig að hvað mig varðar þá er ég alltaf tilbúinn til að ræða við fólk og eiga gott samstarf. Það hefur í reyndar held ég verið mitt aðalsmerki, þangað til eitthvað upphlaup hefur verið síðustu daga,“ segir bæjarstjórinn. „Þegar maður er farinn að heyra það að bæjarfulltrúar eru farnir að tala um að þeir séu með ríting í bakinu. Þá er þetta eitthvað sem mér líst ekki allt of vel á,“ segir Margrét. Hún sé enginn frambjóðandi Gunnars Birgissonar sem styðji marga frambjóðendur. Hún vilji koma á sáttum í flokknum. „Ég vil sjá samhentan flokk sem vinnur saman eftir þetta prófkjör og fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor,“ segir Margrét. Skólameistari kann að taka á agavandamálum? „Já, ég hef nokkra reynslu í því,“ segir Margrét Friðriksdóttir skólameistari. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Mikil harka er hlaupin í baráttuna um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Stuðningsmenn Margrétar Friðriksdóttur sem sækir að oddvita flokksins í fyrsta sætið, saka bæjarstjórann og stuðningsmenn hans um óheiðarleg vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi í bæjarstjórnarpólitíkinni í Kópavogi svo árum skiptir og verður það væntanlega áfram því hann er að mælast með um eða yfir 40 prósent í könnunum. En hart er barist um oddvitasætið á lista flokksins og tala sumir um leðjuslag í því sambandi. Þannig sagði Aðalsteinn Jónsson bæjarstjórnarfulltrúi flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar að menn kæmu með þrjá til fjóra hnífa í bakinu heim til sín eftir störf í flokknum. En hann og aðrir sem styðja Margréti Friðriksdóttur skólameistara í fyrsta sæti listans í prófkjöri um næstu helgi saka stuðningsmenn bæjarstjórnas um óheiðarleg vinnubrögð. Margrét segir hörkuna mikla. „Já, það er að færast svolítil harka í leikinn sýnist mér. Mér hugnast nú ekki þessi vinnubrögð eins og þau eru. Þannig að þetta var nú kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf kost á mér í þetta prófkjör. Hvernig pólitíkin pólitíkin hefur verið rekinn hér í Kópavogi,“ segir Margrét. Fylkingarinnar sem takast á eru annars vegar stuðningsmenn bæjarstjórnans og þeir sem sagðir eru fylgja Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra að málum.Eru þetta tvær öflugar fylkingar að takast á?„Ég held að þetta séu fylkingar. Ég veit ekki hvort þær eru tvær eða fleiri og það er orðin þarna töluverð gjá manna á milli, bæði innan flokksins og svo hafa menn náttúrlega verið að deila á milli flokka,“ segir Margrét.Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kannast ekki við hörku í prófkjörinu.Heldur þú að verði tæpt á með ykkur?„það verður bara að koma í ljós. Ég fer í þetta prófkjör eins og önnur prófkjör. Þetta er auðvitað keppni fram á síðustu mínútu. En ég er vissulega bjartsýnn því það hefur gengið mjög vel eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og samstarfsflokkarnir tóku við á miðju kjörtímabili,“ segir Ármann. Það er ekki enn gróðið um heilt á milli hörðustu stuðningsmanna Gunnars Birgissonar og Ármanns sem sigraði Gunnar í síðasta prófkjöri. „Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á samvinnu og mun gera það áfram. Þannig að hvað mig varðar þá er ég alltaf tilbúinn til að ræða við fólk og eiga gott samstarf. Það hefur í reyndar held ég verið mitt aðalsmerki, þangað til eitthvað upphlaup hefur verið síðustu daga,“ segir bæjarstjórinn. „Þegar maður er farinn að heyra það að bæjarfulltrúar eru farnir að tala um að þeir séu með ríting í bakinu. Þá er þetta eitthvað sem mér líst ekki allt of vel á,“ segir Margrét. Hún sé enginn frambjóðandi Gunnars Birgissonar sem styðji marga frambjóðendur. Hún vilji koma á sáttum í flokknum. „Ég vil sjá samhentan flokk sem vinnur saman eftir þetta prófkjör og fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor,“ segir Margrét. Skólameistari kann að taka á agavandamálum? „Já, ég hef nokkra reynslu í því,“ segir Margrét Friðriksdóttir skólameistari.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira