Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Hrund Þórsdóttir skrifar 2. febrúar 2014 18:56 Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum. Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Þær eru ósköp krúttlegar og fáum er líklega illa við þær. Kanínur geta samt verið miklir skaðvaldar og nú verður hugsanlega farið út í umfangsmiklar fækkunaraðgerðir gegn þeim á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar umhverfissviða höfuðborgarsvæðisins hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem varað er við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mikið en verst er ástandið sagt í Elliðaárdalnum þar sem kanínurnar fá skjól og þær eru fóðraðar. Kanínur valda aðallega tjóni á gróðri en einnig hefur oft legið við slysum þegar þær hlaupa yfir götur. „Við Íslendingar erum ekki vanir því að dýr hlaupi fyrir okkur á götunni þannig að við nauðhemlum og þá er hætt við umferðaróhöppum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mildir vetur hafa hjálpað kanínum að fjölga sér og dreifast borgarlandið. Í kirkjugarðinum í Fossvogi hafa þær verið veiddar enda valda þær skemmdum á leiðum. Þær eru friðaðar en að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands ber að útrýma þeim eða hafa stranga stjórn á stofnstærðinni. Ef þið farið í fækkunaraðgerðir, hvernig yrði staðið að því? „Við fengjum þá leyfi til að veiða þær með skotveiðum,“ segir Guðmundur. Hvers konar skotvopn yrðu það? „Það yrðu minniháttar skotvopn, litlir rifflar.“ Helsta skýring vandamálsins er að fólk hefur sleppt gælukanínum út í náttúruna. „Með nýjum lögum um dýravernd er það ólöglegt. Kanínurnar hafa það ekki gott í íslenskri náttúru, þær hafa það mjög skítt yfir veturinn,“ segir Guðmundur að lokum.
Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30 Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt. 31. janúar 2014 08:30
Kanna kanínuplágu í borginni Reykjavíkurborg er nú að kanna hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Útrýmingarherferð er þó ekki alveg á döfinni, þrátt fyrir skýra umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru. 14. ágúst 2013 13:30