Gæti lokkað unga fólkið heim í þorpin Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. febrúar 2014 15:16 Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, segist nú ekki vera neinn frumkvöðull, heldur hrifnæmur, hvatvís og trúgjarn maður, sem satt að segja geti verið vond blanda fyrir mann í hans stöðu. Aðrir segja hins vegar að hann sé driffjöðurinn á bak við Codland, eitt framsæknasta sjávarútvegsverkefni landsins sem hefur það háleita markmið að nýta hvern þorsk 100%, búa til peninga úr hverju einasta snitt sem til fellur. Þegar hafa verið fundnar ýmsar leiðir til að nýta slóg, meltingarensím, roð og fleiri aukaafurðir þorsksins og Pétur telur að ef afl og kraftur verður lagður í að markaðssetja afurðirnar, þá gæti það snúið við þeirri byggðaþróun að unga fólkið fari til mennta úr sjávarþorpum og komi aldrei heim aftur nema í fríum. Nýsköpun í fullnýtingu sjávaraflans skapi hálaunastöf sem kalli fyrst og fremst á vel menntað fólk. Í störf sem þurfi að vera í nálægð við ferskt hráefni í sjávarþorpunum. Í þáttaröðinni „Eitthvað annað“ hafa þau Lóa Pind Aldísardóttir þáttagerðarmaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður, fylgst með frumkvöðlum af margvíslegum toga. Í kvöld kynnumst við driffjöðrinni á bak við Codland, fluguveiðimanninum og slarkfæra gítarleikaranum Pétri í 7. þætti sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, kl. 19:20. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, segist nú ekki vera neinn frumkvöðull, heldur hrifnæmur, hvatvís og trúgjarn maður, sem satt að segja geti verið vond blanda fyrir mann í hans stöðu. Aðrir segja hins vegar að hann sé driffjöðurinn á bak við Codland, eitt framsæknasta sjávarútvegsverkefni landsins sem hefur það háleita markmið að nýta hvern þorsk 100%, búa til peninga úr hverju einasta snitt sem til fellur. Þegar hafa verið fundnar ýmsar leiðir til að nýta slóg, meltingarensím, roð og fleiri aukaafurðir þorsksins og Pétur telur að ef afl og kraftur verður lagður í að markaðssetja afurðirnar, þá gæti það snúið við þeirri byggðaþróun að unga fólkið fari til mennta úr sjávarþorpum og komi aldrei heim aftur nema í fríum. Nýsköpun í fullnýtingu sjávaraflans skapi hálaunastöf sem kalli fyrst og fremst á vel menntað fólk. Í störf sem þurfi að vera í nálægð við ferskt hráefni í sjávarþorpunum. Í þáttaröðinni „Eitthvað annað“ hafa þau Lóa Pind Aldísardóttir þáttagerðarmaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður, fylgst með frumkvöðlum af margvíslegum toga. Í kvöld kynnumst við driffjöðrinni á bak við Codland, fluguveiðimanninum og slarkfæra gítarleikaranum Pétri í 7. þætti sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, kl. 19:20.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira