Innlent

Sauma þurfti andlit lögreglumanns

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/PJETUR
Lögreglumaður á Ísafirði þurfti að leita á sjúkrahús eftir að maður sem hann hafði afskipti af vegna átaka fyrir utan skemmtistað veitti honum högg á höfuðið. Sauma þurfti andlit lögreglumannsins og í samtali við fréttasíðuna Bæjarins besta á Ísafirði sagði Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði að málið væri litið alvarlegum augum.

Lögreglumennirnir voru fyrir utan veitingastaðinn Húsið á Ísafirði á aðfararnótt sunnudags og þegar lögreglan ætlaði að ná tali af einum manninum sem hafði veist að lögreglunni sló hann lögreglumanninn. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og svaf úr sér í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×