Neyðarkallið líklega gabb Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. febrúar 2014 19:29 Allt bendir til þess að neyðarkallið sem Landhelgisgæslunni barst í gær, um leka í bát á Faxaflóa, hafi verið gabb. Leit var hætt síðdegis og bendir ekkert til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða. Kostnaður við leitina hleypur á milljónum króna. Einsdæmi segir verkefnastjóri á aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar. „Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir - Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana.“ Svona hljóðaði neyðarkallið sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst inn á neyðar- og uppkallsrás báta og skipa rétt fyrir klukkan þrjú í gærdag. Leit var haldið áfram í dag. Björgunarþyrlan TF-LÍF leitaði í um klukkustund eftir hádegi í dag en þegar leitin bar engan árangur var ákveðið að hætta henni. Landhelgisgæslan telur allt benda til þess að um gabb hafi verið að ræða. „Þetta lítur þannig út eins og staðan er núna. Við erum búin að leita af okkur allan grun,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. „Við höfum skoðað okkar kerfi, farið á hafnir og það finnst ekkert sem bendir til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða.“Kostnaður við leit hleypur á milljónum Aðgerð landhelgisgæslunnar í gær var umfangsmikil. Kölluð voru út fimm björgunarskip, fjórar björgunarþyrlur auk allra björgunarsveita á Faxaflóa. Yfir 250 manns tóku þátt í aðgerðinni og hleypur kostnaðurinn á milljónum króna. Landhelgisgælsan hefur í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu leitað af sér allan grun. Engra er saknað og því bendir allt til þess að um gabb sé að ræða. Það þarf ekki að undirstrika hversu alvarlegt athæfi það er að senda inn neyðarkall til Landhelgisgæslunnar að óþörfu. „Fyrst og fremst er þetta alvarlegt fyrir björgunaraðila á landinu því þetta rýrir björgunargetu okkar, bæði á meðan á þessu stendur og einnig í framhaldinu. Áhafnir á skipum og þyrlum þurfa hvíld eftir svona aðgerðir og þetta rýrir okkar björgunargetu. Ef við hefðum fengið útkall í nótt þá hefðum við ekki verið eins vel í stakk búnir til að leysa það mál eins og ella,“ segir Auðunn.Ef um gabb er að ræða, er það einsdæmi í sögu Landhelgisgæslunnar? „Ég minnist þess ekki að hafa fengið svona afdráttalaust neyðarkall sem ekkert er á bakvið.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Allt bendir til þess að neyðarkallið sem Landhelgisgæslunni barst í gær, um leka í bát á Faxaflóa, hafi verið gabb. Leit var hætt síðdegis og bendir ekkert til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða. Kostnaður við leitina hleypur á milljónum króna. Einsdæmi segir verkefnastjóri á aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar. „Okkur vantar aðstoð – við erum úti við Faxaflóa – Yfir - Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana.“ Svona hljóðaði neyðarkallið sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst inn á neyðar- og uppkallsrás báta og skipa rétt fyrir klukkan þrjú í gærdag. Leit var haldið áfram í dag. Björgunarþyrlan TF-LÍF leitaði í um klukkustund eftir hádegi í dag en þegar leitin bar engan árangur var ákveðið að hætta henni. Landhelgisgæslan telur allt benda til þess að um gabb hafi verið að ræða. „Þetta lítur þannig út eins og staðan er núna. Við erum búin að leita af okkur allan grun,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. „Við höfum skoðað okkar kerfi, farið á hafnir og það finnst ekkert sem bendir til þess að um raunverulega neyð hafi verið að ræða.“Kostnaður við leit hleypur á milljónum Aðgerð landhelgisgæslunnar í gær var umfangsmikil. Kölluð voru út fimm björgunarskip, fjórar björgunarþyrlur auk allra björgunarsveita á Faxaflóa. Yfir 250 manns tóku þátt í aðgerðinni og hleypur kostnaðurinn á milljónum króna. Landhelgisgælsan hefur í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu leitað af sér allan grun. Engra er saknað og því bendir allt til þess að um gabb sé að ræða. Það þarf ekki að undirstrika hversu alvarlegt athæfi það er að senda inn neyðarkall til Landhelgisgæslunnar að óþörfu. „Fyrst og fremst er þetta alvarlegt fyrir björgunaraðila á landinu því þetta rýrir björgunargetu okkar, bæði á meðan á þessu stendur og einnig í framhaldinu. Áhafnir á skipum og þyrlum þurfa hvíld eftir svona aðgerðir og þetta rýrir okkar björgunargetu. Ef við hefðum fengið útkall í nótt þá hefðum við ekki verið eins vel í stakk búnir til að leysa það mál eins og ella,“ segir Auðunn.Ef um gabb er að ræða, er það einsdæmi í sögu Landhelgisgæslunnar? „Ég minnist þess ekki að hafa fengið svona afdráttalaust neyðarkall sem ekkert er á bakvið.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira