Bæta má kjör kennara með því að stytta framhaldsnámið Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2014 20:00 Menntamálaráðherra telur að bæta megi kjör framhaldsskólakennara með breytingum á framhaldsskóalkerfinu meðal annars með því að stytta námið í þrjú ár. Það fæli í sér fækkun framhaldsskólakennara en ráðherra segir meðalaldur þeirra háan og margir fari á eftirlaun á næstu árum.Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara segir þá hafa dregist aftur úr kjörum sambærilegra stétta hjá hinu opinbera frá því tölvuvert fyrir hrun og nú sé þolinmæðin á þrotum. Framhaldsskólakennarar geta ekki sætt sig við þær launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum markaði og segja að ríkisvaldið hafi vikuna til að koma með skýrar línur í viðræðum þeirra. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er með ákveðnar hugmyndir um hvernig nálgast megi málið. „Ég hef sagt að menn séu auðvitað bundnir töluvert af stöðunni á almenna markaðnum og eins auðvitað af stöðu ríkissjóðs,“ segir menntamálaráðherra,“ Hins vegar hafi hann bent á að kerfisbreytinngar til að bæta framhaldsskólann, sem hann ætli að beita sér fyrir, geti leitt til sparnaðar hjá hinu opinbera. „Og ég vil gjarnan að sá sparnaður verði þá notaður, það svigrúm sem þar myndast, til að hækka laun kennara,“ segir Illugi.Nú hafa kennarar gefið ríkisvaldinu viku til að koma með skýrar línur í viðræðunum eins og þeir kalla það. Þyrftir þú þá ekki að boða kennara til viðræðna um þennan þátt þó hann sé ekki beinn þáttur í kjaraviðræðum? „Það verður ekki þannig að ég fari að semja við kennarana um kaup og kjör. Það er auðvitað á sviði samninganefndarinnar undir forystu fjármálaráðherrans,“ segir Illugi. Hann hafi aftur á móti komið hugmyndum sínum áfram til samtaka kennara. Mikilvægt sé að ná saman um þetta markmið. „Og ég held að þarna sé tækifæri til þess að bæta kjör kennara umfram það sem annars væri ef við erum ekki að gera kerfisbreytingu eins og þessa,“ segir menntamálaráðherra. Samninganefnd ríkisins viti af þessum hugmyndum. „Og ég ætla ekki að ráðast í þær einvörðungu vegna þess að þær spari fjármuni. Það er ágætt að þær geri það en það eru aðrir þættir sem skipta meiru. Ég tel að það megi bæta kerfið okkar og það er það sem ég ætla að gera. En það fylgir því að þarna geta sparast nokkrir fjármunir og þá er rétt, og þá vil ég, að það sé notað til að bæta kjör kennara,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Menntamálaráðherra telur að bæta megi kjör framhaldsskólakennara með breytingum á framhaldsskóalkerfinu meðal annars með því að stytta námið í þrjú ár. Það fæli í sér fækkun framhaldsskólakennara en ráðherra segir meðalaldur þeirra háan og margir fari á eftirlaun á næstu árum.Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara segir þá hafa dregist aftur úr kjörum sambærilegra stétta hjá hinu opinbera frá því tölvuvert fyrir hrun og nú sé þolinmæðin á þrotum. Framhaldsskólakennarar geta ekki sætt sig við þær launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum markaði og segja að ríkisvaldið hafi vikuna til að koma með skýrar línur í viðræðum þeirra. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er með ákveðnar hugmyndir um hvernig nálgast megi málið. „Ég hef sagt að menn séu auðvitað bundnir töluvert af stöðunni á almenna markaðnum og eins auðvitað af stöðu ríkissjóðs,“ segir menntamálaráðherra,“ Hins vegar hafi hann bent á að kerfisbreytinngar til að bæta framhaldsskólann, sem hann ætli að beita sér fyrir, geti leitt til sparnaðar hjá hinu opinbera. „Og ég vil gjarnan að sá sparnaður verði þá notaður, það svigrúm sem þar myndast, til að hækka laun kennara,“ segir Illugi.Nú hafa kennarar gefið ríkisvaldinu viku til að koma með skýrar línur í viðræðunum eins og þeir kalla það. Þyrftir þú þá ekki að boða kennara til viðræðna um þennan þátt þó hann sé ekki beinn þáttur í kjaraviðræðum? „Það verður ekki þannig að ég fari að semja við kennarana um kaup og kjör. Það er auðvitað á sviði samninganefndarinnar undir forystu fjármálaráðherrans,“ segir Illugi. Hann hafi aftur á móti komið hugmyndum sínum áfram til samtaka kennara. Mikilvægt sé að ná saman um þetta markmið. „Og ég held að þarna sé tækifæri til þess að bæta kjör kennara umfram það sem annars væri ef við erum ekki að gera kerfisbreytingu eins og þessa,“ segir menntamálaráðherra. Samninganefnd ríkisins viti af þessum hugmyndum. „Og ég ætla ekki að ráðast í þær einvörðungu vegna þess að þær spari fjármuni. Það er ágætt að þær geri það en það eru aðrir þættir sem skipta meiru. Ég tel að það megi bæta kerfið okkar og það er það sem ég ætla að gera. En það fylgir því að þarna geta sparast nokkrir fjármunir og þá er rétt, og þá vil ég, að það sé notað til að bæta kjör kennara,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira