Hætti kennslu eftir árás nemanda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. febrúar 2014 18:49 Kennari sem varð fyrir grófri árás nemanda síns í apríl 2008 segir ofbeldi gegn kennurum vera algengara en fólk heldur. Hún segir úrræðaleysi og þöggun einkenna vandamálið. Nemandinn sem réðst á kennarann var tólf ára drengur sem átti við geðræn vandamál að stríða. Árásin atvikaðist þannig að drengnum mislíkaði eitthvað og missti stjórn á skapi sínu, en það gerðist reglulega. Hann æddi að kennaranum og slengdi henni utan í vegg með þeim afleiðingum að hún slasaðist og sá á henni. Eftir atvikið fór kennarinn á heilsugæslustöð til að fá áverkavottorð. Þar var hún hvött til að kæra árásina til lögreglu.Nýútskrifuð og óörugg um sína stöðu „Þetta var mitt fyrsta starfsár svo ég var óörugg með mína stöðu og ákvað að ráðfæra mig við skólastjórann. Hún sagði mér að slíkt tíðkaðist ekki og væri ekki gert. Þetta tilvik væri ekki til þess fallið að kæra það til lögreglu,“ segir kennarinn. Hún telur að hlífðarskildi hafi verið haldið yfir drengnum og að enginn hafi verið tilbúinn að gera það sem mestu máli skipti – að takast á við vandann.Drengurinn hefði átt að fá hjálp Hún segir drenginn hafa haldið nemendum og kennurum í heljargreipum þegar hann reiddist, og að úrræðaleysið hafi verið algjört. „Mér leið líka mjög illa vegna hinna barnanna. Þegar hann tók þessi köst þá varð maður bara að segja þeim að leita skjóls því stólar og ruslafötur flugu um alla stofuna. Það hefði auðvitað bara þurft að grípa í taumana strax eftir árásina, ekki síst svo hann fengi hjálp.“Algjör þöggun Kennarinn segist hafa komið að lokuðum dyrum bæði hjá skólanum og því sveitarfélagi sem hann tilheyrði. Hún hafi gefið skýrslur en ekkert hafi verið aðhafst frekar í málinu. Hún upplifði mikla streitu í kjölfar árásarinnar og lét skömmu seinna af störfum við skólann. „Ég hélt ég væri komin í draumastarfið eftir þriggja ára háskólanám, en þetta tók svo á mig að ég hætti og gat ekki hugsað mér að kenna aftur. Ég var mjög brotin og hætti að geta sofið,“ segir kennarinn og bætir því við að hennar reynsla sé ekki einsdæmi. Ofbeldi af þessum toga sé einfaldlega þaggað niður og því beri ekki mikið á því. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Kennari sem varð fyrir grófri árás nemanda síns í apríl 2008 segir ofbeldi gegn kennurum vera algengara en fólk heldur. Hún segir úrræðaleysi og þöggun einkenna vandamálið. Nemandinn sem réðst á kennarann var tólf ára drengur sem átti við geðræn vandamál að stríða. Árásin atvikaðist þannig að drengnum mislíkaði eitthvað og missti stjórn á skapi sínu, en það gerðist reglulega. Hann æddi að kennaranum og slengdi henni utan í vegg með þeim afleiðingum að hún slasaðist og sá á henni. Eftir atvikið fór kennarinn á heilsugæslustöð til að fá áverkavottorð. Þar var hún hvött til að kæra árásina til lögreglu.Nýútskrifuð og óörugg um sína stöðu „Þetta var mitt fyrsta starfsár svo ég var óörugg með mína stöðu og ákvað að ráðfæra mig við skólastjórann. Hún sagði mér að slíkt tíðkaðist ekki og væri ekki gert. Þetta tilvik væri ekki til þess fallið að kæra það til lögreglu,“ segir kennarinn. Hún telur að hlífðarskildi hafi verið haldið yfir drengnum og að enginn hafi verið tilbúinn að gera það sem mestu máli skipti – að takast á við vandann.Drengurinn hefði átt að fá hjálp Hún segir drenginn hafa haldið nemendum og kennurum í heljargreipum þegar hann reiddist, og að úrræðaleysið hafi verið algjört. „Mér leið líka mjög illa vegna hinna barnanna. Þegar hann tók þessi köst þá varð maður bara að segja þeim að leita skjóls því stólar og ruslafötur flugu um alla stofuna. Það hefði auðvitað bara þurft að grípa í taumana strax eftir árásina, ekki síst svo hann fengi hjálp.“Algjör þöggun Kennarinn segist hafa komið að lokuðum dyrum bæði hjá skólanum og því sveitarfélagi sem hann tilheyrði. Hún hafi gefið skýrslur en ekkert hafi verið aðhafst frekar í málinu. Hún upplifði mikla streitu í kjölfar árásarinnar og lét skömmu seinna af störfum við skólann. „Ég hélt ég væri komin í draumastarfið eftir þriggja ára háskólanám, en þetta tók svo á mig að ég hætti og gat ekki hugsað mér að kenna aftur. Ég var mjög brotin og hætti að geta sofið,“ segir kennarinn og bætir því við að hennar reynsla sé ekki einsdæmi. Ofbeldi af þessum toga sé einfaldlega þaggað niður og því beri ekki mikið á því.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira