Innlent

Leit hætt í höfninni

Gissur Sigurðsson skrifar
Engar vísbendingar hafa komið fram sem gætu staðfest að maður, mögulega erlendur ferðamaður, hafi fallið í sjóinn af vestari hafnargarðinum í Reykjavíkurhöfn í fyrrakvöld.

Eftirgrennsla lögreglu á gististöðum, um hvort einhvers væri saknað, bar engan árangur í gær. Eftir mikla leit í fyrrakvöld var aftur leitað í gær, og sjómælingabátur Gæslunnar meðal annars notaður, en hann hefur búnað til að til að skoða botninn nákvæmlega.

Ekki verður leitað frekar, nema að óyggjandi vísbendingar berist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×