Sjómönnum fækkar hratt Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. febrúar 2014 20:19 Á þriðja hundrað sjómanna hafa misst vinnuna vegna hagræðingar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum landsins á síðustu mánuðum. Tveir öflugustu frystitogarar Brim eru á leið úr landi og fékk áhöfn Brimness RE afhent uppsagnarbréf í gær. Blóðtaka fyrir íslenskt samfélag segir formaður félags vélstjóra. 40 skipverjar á Brimnesi RE fengu uppsagnarbréf í gær. Brimnes RE er ásamt Skálabergi RE eitt af glæsilegustu skipum landsins. Þau eru bæði á leið úr landi. Á undanförnum mánuðum hefur vel á þriðja hundrað sjómanna á frystitogurum landsins fengið afhent uppsagnarbréf. Brim tilkynnti í dag að fyrirtækið hyggist selja Brimnes RE úr landi, líklega til Grænlands. Ekki sé lengur rekstrargrundvöllur fyrir þessa tegund skipa á Íslandi. „Þetta er eitt besta skipið sem við eigum og sorglegt fyrir okkur Íslendinga að svo sé búið um hnútana að við getum ekki gert út almennileg skip,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. „Það sem gerir rothöggið er þetta veiðigjald sem leggst svo ósanngjarnt á bæði rekstrareiningar og sum fyrirtæki. Brimnesið lendir mjög illa í þessu veiðigjaldi.“ Aflaverðmæti Brimness á síðasta ári var um tveir og hálfur milljarður. Launatengd gjöld voru rúmur milljarður og verður ríkissjóður af um hálfum milljarði þegar litið er til skattgreiðslu áhafnar Brimness.Hvað verður gert við kvótann? „Ætli kvótinn endi ekki á ísfiskara sem veiðir til landvinnslu. Brimnesið hefur hins vegar veitt miklu meira en slík skip þannig að tekjur þjóðarinnar munu minnka,“ bætir Guðmundur við. Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknimanna, kallar eftir að óvissu í sjávarútvegi verði eytt. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu og þetta er að gerast mjög hratt. Þessir frystitogarar eru að gefa eftir. Um leið og þeim fækkar þá eru mörg störf að fara í land,“ segir Guðmundur. „Það getur enginn staðið í rekstri í þessari óvissu og það verður að koma krafa á að stjórnvöld að þetta verði leyst í eitt skiptið fyrir öll.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Á þriðja hundrað sjómanna hafa misst vinnuna vegna hagræðingar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum landsins á síðustu mánuðum. Tveir öflugustu frystitogarar Brim eru á leið úr landi og fékk áhöfn Brimness RE afhent uppsagnarbréf í gær. Blóðtaka fyrir íslenskt samfélag segir formaður félags vélstjóra. 40 skipverjar á Brimnesi RE fengu uppsagnarbréf í gær. Brimnes RE er ásamt Skálabergi RE eitt af glæsilegustu skipum landsins. Þau eru bæði á leið úr landi. Á undanförnum mánuðum hefur vel á þriðja hundrað sjómanna á frystitogurum landsins fengið afhent uppsagnarbréf. Brim tilkynnti í dag að fyrirtækið hyggist selja Brimnes RE úr landi, líklega til Grænlands. Ekki sé lengur rekstrargrundvöllur fyrir þessa tegund skipa á Íslandi. „Þetta er eitt besta skipið sem við eigum og sorglegt fyrir okkur Íslendinga að svo sé búið um hnútana að við getum ekki gert út almennileg skip,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. „Það sem gerir rothöggið er þetta veiðigjald sem leggst svo ósanngjarnt á bæði rekstrareiningar og sum fyrirtæki. Brimnesið lendir mjög illa í þessu veiðigjaldi.“ Aflaverðmæti Brimness á síðasta ári var um tveir og hálfur milljarður. Launatengd gjöld voru rúmur milljarður og verður ríkissjóður af um hálfum milljarði þegar litið er til skattgreiðslu áhafnar Brimness.Hvað verður gert við kvótann? „Ætli kvótinn endi ekki á ísfiskara sem veiðir til landvinnslu. Brimnesið hefur hins vegar veitt miklu meira en slík skip þannig að tekjur þjóðarinnar munu minnka,“ bætir Guðmundur við. Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknimanna, kallar eftir að óvissu í sjávarútvegi verði eytt. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu og þetta er að gerast mjög hratt. Þessir frystitogarar eru að gefa eftir. Um leið og þeim fækkar þá eru mörg störf að fara í land,“ segir Guðmundur. „Það getur enginn staðið í rekstri í þessari óvissu og það verður að koma krafa á að stjórnvöld að þetta verði leyst í eitt skiptið fyrir öll.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira