Útspil ráðherra misbýður kennurum Svavar Hávarðsson skrifar 6. febrúar 2014 10:52 Ekkert þokaðist í viðræðum ríkisins og kennara í gær. Ekki verður fundað aftur fyrr en á mánudag. Fréttablaðið/gva „Þetta nær engri átt og ráðherra misbýður kennurum með þessu tali,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Hún segir það óboðlegt að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra beri fyrir sig langtíma kerfisbreytingar innan framhaldsskólanna sem framlag inn í erfiða yfirstandandi kjaradeilu.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur talað fyrir kerfisbreytingum í framhaldsskólunum, þar á meðal styttingu náms úr fjórum árum í þrjú. Slíkt geti skapað svigrúm fyrir launahækkanir kennara umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum launamarkaði og stendur kennurum til boða í augnablikinu. Illugi sér breytinguna þó ekki fyrir sér sem hagræðingaraðgerð heldur aðgerð til að bæta skólana, eins og hann hefur sagt í fjölmiðlum að undanförnu spurður um kjaradeilu kennara sem komin er í harðan hnút.Aðalheiður Steingrímsdóttir„Við vitum í fyrsta lagi ekkert hvað ráðherra er að tala um. Hann hefur ekki kynnt það fyrir okkur hvað hann er að hugsa. Á hann við að skera einfaldlega eitt ár innan úr framhaldsskólanum. Ef það er hugmyndin þá er hann kominn langt aftur í tímann í umræðunni um námstímann í framhaldsskólunum,“ segir Aðalheiður. Hún útskýrir að framhaldsskólalögin frá 2008 gefi svigrúm fyrir nemendur, bæði geta þeir farið fyrr á milli skólastiga, þá úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla, og jafnframt geti þeir flýtt námi, eða tekið sér lengri tíma eftir aðstæðum. „Þetta er kjarninn í lögunum og byggt á samtali menntamálayfirvalda og kennara á undanförnum árum. Illugi staðsetur sig aftur á móti, sýnist mér, eins og umræðan var fyrir mörgum árum síðan. Mér finnst þetta dapurlegt og skilar engu. Það þarf að ræða niðurskurðinn í skólunum á undanförnum árum með skertu námsframboði og það þarf alvarlega að ræða skert kjör kennara. Námstíminn er ekkert aðalatriði og með ólíkindum að þetta sé hans framlag inn í erfiðar samningaviðræður. Halda menn að þetta sé eitthvað sem kennarar geta samið um; að gera kjarasamninga um það að skera niður nám nemenda eða að spara í kerfinu sem er þegar fjársvelt? Það er að minnsta kosti búið að skerða framlög til framhaldsskólanna um 12 milljarða frá hruni.“ Aðalheiður bætir við að ráðherra eigi tvo fulltrúa í samninganefnd ríkisins og hann geti því ekki fríað sig allri ábyrgð á samningagerð við kennara. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Þetta nær engri átt og ráðherra misbýður kennurum með þessu tali,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Hún segir það óboðlegt að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra beri fyrir sig langtíma kerfisbreytingar innan framhaldsskólanna sem framlag inn í erfiða yfirstandandi kjaradeilu.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur talað fyrir kerfisbreytingum í framhaldsskólunum, þar á meðal styttingu náms úr fjórum árum í þrjú. Slíkt geti skapað svigrúm fyrir launahækkanir kennara umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum launamarkaði og stendur kennurum til boða í augnablikinu. Illugi sér breytinguna þó ekki fyrir sér sem hagræðingaraðgerð heldur aðgerð til að bæta skólana, eins og hann hefur sagt í fjölmiðlum að undanförnu spurður um kjaradeilu kennara sem komin er í harðan hnút.Aðalheiður Steingrímsdóttir„Við vitum í fyrsta lagi ekkert hvað ráðherra er að tala um. Hann hefur ekki kynnt það fyrir okkur hvað hann er að hugsa. Á hann við að skera einfaldlega eitt ár innan úr framhaldsskólanum. Ef það er hugmyndin þá er hann kominn langt aftur í tímann í umræðunni um námstímann í framhaldsskólunum,“ segir Aðalheiður. Hún útskýrir að framhaldsskólalögin frá 2008 gefi svigrúm fyrir nemendur, bæði geta þeir farið fyrr á milli skólastiga, þá úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla, og jafnframt geti þeir flýtt námi, eða tekið sér lengri tíma eftir aðstæðum. „Þetta er kjarninn í lögunum og byggt á samtali menntamálayfirvalda og kennara á undanförnum árum. Illugi staðsetur sig aftur á móti, sýnist mér, eins og umræðan var fyrir mörgum árum síðan. Mér finnst þetta dapurlegt og skilar engu. Það þarf að ræða niðurskurðinn í skólunum á undanförnum árum með skertu námsframboði og það þarf alvarlega að ræða skert kjör kennara. Námstíminn er ekkert aðalatriði og með ólíkindum að þetta sé hans framlag inn í erfiðar samningaviðræður. Halda menn að þetta sé eitthvað sem kennarar geta samið um; að gera kjarasamninga um það að skera niður nám nemenda eða að spara í kerfinu sem er þegar fjársvelt? Það er að minnsta kosti búið að skerða framlög til framhaldsskólanna um 12 milljarða frá hruni.“ Aðalheiður bætir við að ráðherra eigi tvo fulltrúa í samninganefnd ríkisins og hann geti því ekki fríað sig allri ábyrgð á samningagerð við kennara.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira