Segir kannabisnotkun algenga meðal NFL-leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2014 11:32 Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers. Vísir/Getty Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, segist vita til þess að liðsfélagar hans noti kannabisefni reglulega. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á ESPN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að leikmenn reyki kannabis sé til að slá á verki og draga úr streitu. „Ég þekki stráka í mínu liði sem reykja,“ sagði Clark. „Og þessir strákar eru ekki að gera það til að virðast vera svalir. Þeir vilja gera þetta í því skyni að njóta þess.“ „Að stórum hluta gera þeir þetta til að minnka streitu. Margir nota kannabis til að meðhöndla verki. Þeir hugsa með sér að með þessu sleppi þeir við sterk verkjalyf sem þeir gætu svo mögulega ánetjast.“ Leikmönnum NFL-deildarinnar er vitanlega bannað að reykja kannabis og margir hafa verið dæmdir í leikbann fyrir að brjóta þær reglur. Clark segir þó að sú barátta sé fyrirfram töpuð hjá forráðamönnum NFL. „Það er of lítið um lyfjapróf og leikmenn vita vel hvað þeir þurfa að gera til að þetta uppgötvist ekki.“ Þó nokkuð hefur verið rætt um kannabis innan raða NFL, ekki síst þar sem að það er nú löglegt að selja efnið í Colorado og Washington-fylkjum en liðin sem spiluðu í Super Bowl á dögunum, Denver Broncos og Seattle Seahawks, eru þaðan. Margir eru þeirra skoðunar vestanhafs að deildin skoði þann möguleika að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni. NFL Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, segist vita til þess að liðsfélagar hans noti kannabisefni reglulega. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á ESPN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að leikmenn reyki kannabis sé til að slá á verki og draga úr streitu. „Ég þekki stráka í mínu liði sem reykja,“ sagði Clark. „Og þessir strákar eru ekki að gera það til að virðast vera svalir. Þeir vilja gera þetta í því skyni að njóta þess.“ „Að stórum hluta gera þeir þetta til að minnka streitu. Margir nota kannabis til að meðhöndla verki. Þeir hugsa með sér að með þessu sleppi þeir við sterk verkjalyf sem þeir gætu svo mögulega ánetjast.“ Leikmönnum NFL-deildarinnar er vitanlega bannað að reykja kannabis og margir hafa verið dæmdir í leikbann fyrir að brjóta þær reglur. Clark segir þó að sú barátta sé fyrirfram töpuð hjá forráðamönnum NFL. „Það er of lítið um lyfjapróf og leikmenn vita vel hvað þeir þurfa að gera til að þetta uppgötvist ekki.“ Þó nokkuð hefur verið rætt um kannabis innan raða NFL, ekki síst þar sem að það er nú löglegt að selja efnið í Colorado og Washington-fylkjum en liðin sem spiluðu í Super Bowl á dögunum, Denver Broncos og Seattle Seahawks, eru þaðan. Margir eru þeirra skoðunar vestanhafs að deildin skoði þann möguleika að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni.
NFL Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira