„Dæmi um að börn hafi villst" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. febrúar 2014 15:14 Olga segir foreldra í Grafarvogi ósátta með skort á úrræðum í almenningssamgöngum. „Þetta er skrýtið skref aftur á bak, það eru dæmi um að börn hafi verið að villast vegna þess að leið strætó var breytt,“ segir Olga B. Gísladóttir, formaður foreldrafélags Kelduskóla í Grafarvogi. Hún segir foreldra vera mjög ósátta með þá staðreynd að rekstri frístundabíls á vegum Fjölnis og Reykjavíkurborgar væri hætt í haust og nú – til þess að bæta gráu ofan á svart – hafi Strætó ákveðið að breyta leið 6, þannig að krakkar sem æfa hjá íþróttafélaginu Fjölni eiga enn erfiðara með að nota almenningssamgöngur til þess að komast á æfingar. „Eftir að frístundabíllinn hætti að ganga ákváðu margir foreldrar að nýta sér strætó til að koma börnum sínum frá Kelduskóla og í Egilshöll á æfingar. Leið 6 stoppaði rétt hjá Egilshöll, þannig að það gekk ágætlega. Svo var ákveðið að breyta leiðinni og nú stoppar strætó tæpum kílómetra frá Egilshöll, sem er ansi langt labb fyrir yngstu börnin,“ útskýrir Olga. Hún segir ákvörðunina hafa komið verulega á óvart og borið brátt að. „Þetta virðist vera vanhugsuð aðgerð sem kom verulega á óvart. Hún var bara sett inn á vefsíðu Strætó og ekkert auglýst frekar,“ segir Olga. Hún segir nýja stoppistöð sem strætó noti ekki vera merkilega. „Engin aðstaða er í kringum stoppistöðina, ekkert strætóskýli, bara staur við veginn og grasblettur á kantinum sem þau standa á. Engin gönguleið eða tenging er frá stoppistöðinni og í undirgöngin, sem þau þurfa að nota. Þau eru því að renna í hálku og bleytu þarna,“ útskýrir Olga. Ákvörðun Strætó hefur áhrif á marga, foreldrar þurfi að hætta fyrr í vinnu og aðrir hafi neyðst til að taka börnin úr íþróttum. „Niðurstaðan er sú að foreldrar eru að keyra á æfingar í mjög auknum mæli, hætta fyrr í vinnu o.fl. Einhverjir hafa látið börn sín hætta að æfa út af þessu.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Þetta er skrýtið skref aftur á bak, það eru dæmi um að börn hafi verið að villast vegna þess að leið strætó var breytt,“ segir Olga B. Gísladóttir, formaður foreldrafélags Kelduskóla í Grafarvogi. Hún segir foreldra vera mjög ósátta með þá staðreynd að rekstri frístundabíls á vegum Fjölnis og Reykjavíkurborgar væri hætt í haust og nú – til þess að bæta gráu ofan á svart – hafi Strætó ákveðið að breyta leið 6, þannig að krakkar sem æfa hjá íþróttafélaginu Fjölni eiga enn erfiðara með að nota almenningssamgöngur til þess að komast á æfingar. „Eftir að frístundabíllinn hætti að ganga ákváðu margir foreldrar að nýta sér strætó til að koma börnum sínum frá Kelduskóla og í Egilshöll á æfingar. Leið 6 stoppaði rétt hjá Egilshöll, þannig að það gekk ágætlega. Svo var ákveðið að breyta leiðinni og nú stoppar strætó tæpum kílómetra frá Egilshöll, sem er ansi langt labb fyrir yngstu börnin,“ útskýrir Olga. Hún segir ákvörðunina hafa komið verulega á óvart og borið brátt að. „Þetta virðist vera vanhugsuð aðgerð sem kom verulega á óvart. Hún var bara sett inn á vefsíðu Strætó og ekkert auglýst frekar,“ segir Olga. Hún segir nýja stoppistöð sem strætó noti ekki vera merkilega. „Engin aðstaða er í kringum stoppistöðina, ekkert strætóskýli, bara staur við veginn og grasblettur á kantinum sem þau standa á. Engin gönguleið eða tenging er frá stoppistöðinni og í undirgöngin, sem þau þurfa að nota. Þau eru því að renna í hálku og bleytu þarna,“ útskýrir Olga. Ákvörðun Strætó hefur áhrif á marga, foreldrar þurfi að hætta fyrr í vinnu og aðrir hafi neyðst til að taka börnin úr íþróttum. „Niðurstaðan er sú að foreldrar eru að keyra á æfingar í mjög auknum mæli, hætta fyrr í vinnu o.fl. Einhverjir hafa látið börn sín hætta að æfa út af þessu.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira