Innlent

Utanlandsferðum fjölgar

Bjarki Ármannsson skrifar
Ferðum til útlanda um Keflavíkurvöll fjölgaði um tæplega 25% frá 2009 til 2013.
Ferðum til útlanda um Keflavíkurvöll fjölgaði um tæplega 25% frá 2009 til 2013. Vísir/HAG
Ferðum Íslendinga til útlanda um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað jafnt og þétt allt frá árinu 2009. Fulltrúi Ferðamálastofu segir fjölgun utanlandsferða gefa vísbendingu um bættan efnahag og bjartsýni íslenskra heimila.

Þetta kemur fram í fréttum Bylgjunnar í dag. Greina má aukna ferðagleði Íslendinga til útlanda samkvæmt nýrri tölfræði Ferðamálastofu. Íslendingar fóru í rúmlega 364.000 ferðir árið 2013 í samanburði við 254.000 ferðir árið 2009. Jafn stígandi hefur verið í fjölgun ferða Íslendinga til útlanda.  

„Skýringin er mjög líklega það að efnahagur fólks er að batna. Bara bjartsýni líka,“ segir Elías Bj.Gíslason, ferðamálastjóri Ferðamálastofu um ástæður þessarar aukningar.

Samkvæmt mælingunum ferðast Íslendingar helst út í Október.

„Fólk er farið að fara í fleiri og kannski styttri ferðir en það gerði hér áður,“ segir Elías. „Ætli október tengist ekki að einhverju leyti innkaupaferðum og jólaundirbúningi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×