Innlent

Mikil umferð í Skálafelli

Bjarki Ármannsson skrifar
Mikil umferð hefur myndast í Skálafelli.
Mikil umferð hefur myndast í Skálafelli. Vísir/Vilhelm
Um þessar mundir má búast við 40-50 mínútna bið eftir að komast frá skíðasvæðinu á Skálafelli. Mikil umferð myndaðist þar nú um eftirmiðdegið og stjórnar lögregla nú umferð. 

Í tilkynningu frá umferðardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að vegna tillitsleysis ökumanna hafi þurft að loka fyrir umferð af Þingvallavegi inn að Skálafelli. Margir sóttu brekkurnar í dag vegna prýðilegs skíðaveðurs. Fjölda bíla í Skálafelli hafi verið lagt með þeim hætti að hætta skapast af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×