Margt sýnilegt á himninum í vikunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2014 23:51 Vísir/AFPNordic Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira