Margt sýnilegt á himninum í vikunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2014 23:51 Vísir/AFPNordic Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira