Lífríki sjávar: Íslendingar sinna forvörnum illa Hrund Þórsdóttir skrifar 27. janúar 2014 20:00 Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að framandi sjávarlífverum við Ísland hefði fjölgað mikið á undanförnum árum og sumar þeirra væru skaðlegar. Aukninguna má helst rekja til aukinnar skipaumferðar, en skip sem koma til landsins hafa sleppt kjölfestuvatni fullu af framandi lífverum í sjóinn umhverfis landið. Hagsmunir Íslendinga af verndun lífríkis sjávarins eru miklir og erfitt er að verjast ágengum tegundum í sjó eftir að þær hafa náð fótfestu. Forvarnir eru því besta ráðið. Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Íslendinga ekki hafa sinnt forvörnum nógu vel en bendir þó á að árið 2010 hafi verið tekin í gildi reglugerð sem feli í sér að ekki megi lengur losa kjölfestuvatn innan mengunarlögsögu Íslands. Þá var í bígerð að breyta lögum um innflutning á sjávarlífverum. „Vegna þess að í mörgum tilfellum er það innflutningur á sjávarlífverum sem verður þess valdandi að það koma nýjar tegundir. Þær sleppa út og verða ráðandi eða önnur dýr sem fylgja þeim. Með ostrum geta til dæmis komið veirur og þess háttar,“ segir Guðrún. Ný náttúruverndarlög áttu að taka gildi nú í byrjun apríl en ráðherra felldi þau úr gildi svo ekki varð af þessu. Lífverur hafa einnig borist til landsins sem ásætur á skipsskrokkum. Ekki er hægt að ætlast til þess að skip séu hreinsuð áður en þau sigla til landsins en Guðrún bendir á leið sem Ástralir hafa farið. „Þeir vita að það eru tegundir sem þeir vilja alls ekki fá í sína lögsögu og þá er útbúinn listi og fenginn þeim aðilum sem koma á skipum og þeir þurfa að votta að þessar tegundir fylgi ekki skipunum.“ Langflestar nýjar tegundir hafa fundist á Suðvesturhorninu, aðallega í Hvalfirði, því þar er sjávarhiti mikill, þangað koma mörg skip og þar er besta vöktunin. „Þannig að við þurfum að auka rannsóknir annars staðar. Í Reyðarfirði er t.d. mikil skipaumferð og við þurfum að fylgjast betur með þar, á Akureyri og alls staðar þar sem eru stórar hafnir.“ Tengdar fréttir Framandi sjávarlífverur ógna lífríki í íslenskum sjó Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. 26. janúar 2014 00:01 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að framandi sjávarlífverum við Ísland hefði fjölgað mikið á undanförnum árum og sumar þeirra væru skaðlegar. Aukninguna má helst rekja til aukinnar skipaumferðar, en skip sem koma til landsins hafa sleppt kjölfestuvatni fullu af framandi lífverum í sjóinn umhverfis landið. Hagsmunir Íslendinga af verndun lífríkis sjávarins eru miklir og erfitt er að verjast ágengum tegundum í sjó eftir að þær hafa náð fótfestu. Forvarnir eru því besta ráðið. Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Íslendinga ekki hafa sinnt forvörnum nógu vel en bendir þó á að árið 2010 hafi verið tekin í gildi reglugerð sem feli í sér að ekki megi lengur losa kjölfestuvatn innan mengunarlögsögu Íslands. Þá var í bígerð að breyta lögum um innflutning á sjávarlífverum. „Vegna þess að í mörgum tilfellum er það innflutningur á sjávarlífverum sem verður þess valdandi að það koma nýjar tegundir. Þær sleppa út og verða ráðandi eða önnur dýr sem fylgja þeim. Með ostrum geta til dæmis komið veirur og þess háttar,“ segir Guðrún. Ný náttúruverndarlög áttu að taka gildi nú í byrjun apríl en ráðherra felldi þau úr gildi svo ekki varð af þessu. Lífverur hafa einnig borist til landsins sem ásætur á skipsskrokkum. Ekki er hægt að ætlast til þess að skip séu hreinsuð áður en þau sigla til landsins en Guðrún bendir á leið sem Ástralir hafa farið. „Þeir vita að það eru tegundir sem þeir vilja alls ekki fá í sína lögsögu og þá er útbúinn listi og fenginn þeim aðilum sem koma á skipum og þeir þurfa að votta að þessar tegundir fylgi ekki skipunum.“ Langflestar nýjar tegundir hafa fundist á Suðvesturhorninu, aðallega í Hvalfirði, því þar er sjávarhiti mikill, þangað koma mörg skip og þar er besta vöktunin. „Þannig að við þurfum að auka rannsóknir annars staðar. Í Reyðarfirði er t.d. mikil skipaumferð og við þurfum að fylgjast betur með þar, á Akureyri og alls staðar þar sem eru stórar hafnir.“
Tengdar fréttir Framandi sjávarlífverur ógna lífríki í íslenskum sjó Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. 26. janúar 2014 00:01 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Framandi sjávarlífverur ógna lífríki í íslenskum sjó Fjöldi framandi sjávarlífvera við Ísland hefur aukist mikið á undanförnum árum og hafa um 15 nýjar tegundir tekið sér bólfestu. 26. janúar 2014 00:01