Innlent

Tölvuárásum frá mörgum tækjum fjölgaði um þriðjung 2013

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svokölluðum DDoS árásum fjölgaði um þriðjung á nýliðnu ári,
Svokölluðum DDoS árásum fjölgaði um þriðjung á nýliðnu ári, visir/daníel
Svokölluðum DDoS árásum, sem eru tölvuárásir frá mörgum tækjum sem valda þjónusturofi, fjölgaði um þriðjung á nýliðnu ári, að sögn tæknifyrirtækisins Prolexic. Frá þessu er greint á vefsíðu Nýherja.

Þá eru dæmi um að slíkar árásir séu nú gerðar frá öppum og snjalltækjum. Prolexic verður með erindi á morgunverðarfundi Nýherja næsta fimmtudag.

Tölvuþrjótar gera DDoS-árásir með því að brjótast inn í fjölda véla og ná þeim á sitt vald og nota þær til þess að gera árásir á skotmörk. Slík skotmörk geta verið einstök fyrirtæki, stofnanir, sveitafélög eða ríki. Afleiðingar eru meðal annars þjónusturof til skemmri eða lengri tíma.

Prolexic segir að á liðnu ári hafi margar árásir verið um 100 Gb/s á sekúndu, þar af hafi sú stærsta verið 179 Gb/s.

Fyrstu merki þess að árásir séu gerðar frá öppum eða snjalltækjum hafi komið fram á liðnu ári, en flestar árásir eigi uppruna sinn í Asíu, að sögn Prolexic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×