Innlent

„Ekki á að blanda saman Ólympíuleikum og pólitík“

Birta Björnsdóttir skrifar
Vetrarólympíuleikarnir eru á næsta leyti og hefur umræðan að miklu leyti snúist um ummæli ráðamanna í Rússlandi um samkynheigða. Ráðamenn einhverra þjóða hafa ákveðið að boða forföll á Ólympíuleikana til að mótmæla mannréttindabrotum gegn samkynhneigðum, meðal annarra, forseti Þýskalands. Eins og fram hefur komið huggst Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, mæta á leikana.

„Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að blanda saman pólitík og viðburðum á borð við Ólympíuleikana," segir Illugi.

"Stefna rússneskra stjórnvalda er afskaplega ógeðfeld að mínu mati," bætir Illugi. Aðspurður um hvort hann ætli að senda rússneskum yfirvöldum einhverja yfirlýsingu um skoðanir ráðamanna hér heima um brot á mannréttindum samkynheigðra sagði Illugi; „Ég er viss um að þeir sem starfa fyrir Rússland hér á landi viti hver afstaða okkar er."

Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, fer með íslensku keppendunum til Rússlands. Hún er samkynhneigð en segist ekki óttast fyrirhugað ferðalag til Rússlands.

„Ég óttast ekki að íþróttafólkið okkar, ég eða aðrir, verði fyrir áreitni," segir Líney.

Hún segist líta svo á að þegar ráðamenn þjóða mæti á Ólympíuleika séu þeir umfram allt að votta íþróttafólki virðingu sína. Líney segist jafnframt vonast til þess að nú fari kastljósið að beinast að þeim glæsilegu íþróttamönnum sem séu að fara að keppa fyrir hönd lands og þjóðar.

Umfjöllunina má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×