Enski boltinn

Pellegrini og Suarez bestir í desember

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suarez fagnar einu tíu marka sinna í desember.
Suarez fagnar einu tíu marka sinna í desember. Nordic Photos / Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, var í dag útnefndur knattspyrnustjóri desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Luis Suarez, Liverpool, besti leikmaðurinn.

City tapaði ekki leik í síðasta mánuði og er nú einu stigi á eftir Arsenal á toppi deildarinnar. City vann sex leiki og gerði eitt jafntefli í desember.

Útnefning Suarez kemur fáum á óvart en hann skoraði tíu mörk í desember, þar af fjögur í 5-1 stórsigri Liverpool á Norwich. Hann hefur skorað 20 mörk alls á tímabilinu til þessa.

City mætir Newcastle á sunnudaginn en Liverpool, sem er í fjórða sæti deildarinnar, mætir Stoke þann sama dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×