Enski boltinn

Rio reyndi að fá Ronaldo aftur til United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio og Ronaldo eigast við í mars síðastliðnum.
Rio og Ronaldo eigast við í mars síðastliðnum. Nordic Photos / Getty
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, greindi frá því í dag að hann hafi í sumar reynt að sannfæra Cristiano Ronaldo um að snúa aftur til Englands.

Ronaldo var á mála hjá United í sex ár en gekk í raðir Real Madrid árið 2009 fyrir metfé. Hann var orðaður við United á ný í sumar en skrifaði svo undir nýjan samning við Real Madrid í september síðastliðnum.

„Flest símtöl hjá mér síðasta sumar voru til Ronaldo,“ sagði Ferdinand í samtali við enska blaðið The Sun. „Ef hann hefði farið frá Real Madrid finnst mér líklegast að hann hefði endað hjá okkur. En við komumst aldrei að því.“

„Ég held að þetta tækifæri sé nú farið. Möguleikinn var í sumar en hann er kominn með nýjan samning í Madríd.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×