Enski boltinn

Ruiz á leið frá Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bryan Ruiz í leik með Fulham.
Bryan Ruiz í leik með Fulham. Nordic Photos / Getty
Bryan Ruiz, sóknarmanni Fulham, hefur verið tilkynnt að honum sér frjálst að finna sér nýtt félag.

Ruiz, sem er frá Kostaríka, var keyptur frá hollenska liðinu Twente til Fulham fyrir rúmar tíu milljónir punda árið 2011. Hann hefur skorað átta mörk í 68 leikjum með Lundúnarliðinu síðan þá.

Hann hefur helst verið orðaður við Real Betis á Spáni en einnig er mögulegt að hann snúi aftur til Hollands.

„Ég myndi ekki segja að það hafi verið mistök að kaupa Ruiz á sínum tíma. Þá var talið að hann væri réttur kostur fyrir félagið og góð fjárfesting,“ sagði Rene Meulensteen, stjóri Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×