Enski boltinn

Rooney æfir í hlýrra loftslagi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
David Moyes, stjóri Manchester United, staðfesti í dag að félagi hafi sent Wayne Rooney út fyrir Bretlandseyjar til að æfa í hlýrra loftslagi.

Rooney hefur verið að glíma við meiðsli í nára og ekkert spilað síðan á nýársdegi.

„Við sendum Rooney í hlýrra loftslag þar sem að hann hefur ekki jafnað sig algjörlega af nárameiðslunum. Hann er með styrktarþjálfara með sér og vonandi verður hann orðinn góður þegar við spilum við Chelsea um aðra helgi,“ sagði Moyes við enska fjölmiðla í dag.

United mætir Swansea á morgun og ljóst að hvorki Rooney né Robin van Persie verða með í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×