Innlent

Húsbruninn í Hraunbæ: „Ég hefði líka getað misst móður mína“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Páll Marís Pálsson er feginn að ekki fór verr.
Páll Marís Pálsson er feginn að ekki fór verr.
„Það er svona einn metri á milli hurðanna,“ segir Páll Marís Pálsson, sonur konu sem býr í næstu íbúð við þá sem brann í fjölbýlishúsi við Hraunbæ í nótt.

„Þegar hurðin á brennandi íbúðinni gaf sig spýttust eldtungurnar út. Eina leiðin út úr húsinu er niður stiga sem var hinum megin við eldtungurnar,“ segir Páll en sambýlingur mæðginanna hjálpaði henni að komast niður.

„Vinur móður minnar fórnaði sér til að hleypa henni niður og hún komst niður til íbúanna sem höfðu safnast saman niðri í anddyrinu. En hann festist sjálfur í íbúðinni. Hann kallaði niður og sagðist ætla að gera sitt allra besta til þess að vernda það sem við eigum, tilbúinn með slökkvitæki. Hann var hvort eð er fastur þarna inni.“

Páll segir að skömmu síðar hafi vinurinn farið út á svalir og beðið þar.

„Þau fóru ekki strax á sjúkrahús enda var þeim sagt að það væri í lagi að verða eftir. Þau gætu eytt nóttinni heima og þau þyrftu ekki á læknisaðstoð að halda, því það sást ekkert á þeim.“

Meira en „bilt við“

Páll segir móður sína hafa vaknað í morgun og hræðilegt hafi verið að sjá hana.

„Hún var veik og hafði ekki mikinn kraft. Hún hefur glímt við veikindi þannig að ég ákvað að fara með þau niður á spítala í skoðun. Það var sex tíma bið eftir lækni og við höfðum ekki tök á að bíða. Ef hún verður ekki búin að ná sér fyrir næstu helgi á hún að panta tíma.“

Páll segir að nauðsynlegt sé að segja sögu hinna sem búa í húsinu. Öðrum íbúum hafi orðið meira en „bilt við“ eins og sagt hafi verið frá í fréttum.

„Stelpan hefði getað misst móður sína í brunanum en á þessum tímapunkti hefði ég líka getað misst móður mína. Hún þurfti að fara þarna í gegn. Það myndi ég ekki bara kalla að verða bilt við.“

Hann segist þó vera þakklátur fyrir að ekki fór verr og að allir hafi bjargast út. „Einnig fyrir stelpuna, fjölskyldu hennar og hina íbúanna,“ segir Páll.


Tengdar fréttir

Kærastinn hljóp inn í alelda íbúð til að bjarga tengdamömmu

Fjölskylda slapp naumlega þegar að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Árbæ í nótt. Maður um tvítugt vann ótrúlegt björgunarafrek þegar hann óð aftur inn í alelda íbúð til að bjarga tengdamóður sinni og heimilisdýrum. Íbúðin er gjörónýt.

Kasólétt missti allt í brunanum

"Ég á að eiga eftir minna en mánuð og það er allt horfið; fötin, barnarúmið, skiptiborðið - bara allt,“ segir Sædís Alma Sæbjörnsdóttir, sem slapp naumlega út úr brennandi íbúð í Hraunbæ 30 í nótt.

Húsbruninn í Hraunbæ: Safnað fyrir Sædísi

Samtökin Hjálparsamtök Íslendinga hafa hafið söfnun til stuðnings Sædísi Ölmu Sæbjörnsdóttur, nítján ára stúlku sem missti allt í húsbruna í Hraunbæ síðustu nótt.

Sluppu naumlega úr eldsvoða í Hraunbæ

Kona og fimm ára dótturdóttir hennar sluppu ómeiddar út úr brennandi íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ á þriðja tímanum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×