Gerplustelpur endurheimtu stolnu símana Elimar Hauksson skrifar 17. janúar 2014 22:00 Stelpurnar voru gríðarlega ánægðar með að endurheimta símana sína. Mynd/Magnús Heimir Mikil gleði upphófst á æfingu hjá fimleikastúlkunum í Gerplu í dag þegar þjálfari stúlkanna stöðvaði æfinguna og tilkynnti þeim að lögreglan væri búin að endurheimta símana þeirra. Vísir greindi frá því í gær að níu farsímum hefði verið stolið með stelpurnar voru á fimleikaæfinu. „Þjálfarinn kom og kallaði á okkur þegar við vorum í miðri æfingu. Við vissum alveg hvað var í gangi og hlupum fram á gang,“ segir Thelma Rut Hermannsdóttir, ein fimleikastúlknanna. Hún segir að margir hafi boðið fram hjálp sína og komið upplýsingum til lögreglu sem leiddu til þess að óprúttnu aðilarnir sem höfðu stolið símunum fundust „Það var kona sem sá statusinn hjá þjálfaranum okkar þar sem hann bað fólk um að litast um eftir símunum. Hún hafði séð eitthvað grunsamlegt fyrir utan Gerplu sem passaði við það sem ein af okkur hafði séð hérna uppí Gerplu,“ segir Thelma. Lögreglan hafi síðan afhent þeim símana sína við mikinn fögnuð. „Þetta var æðislegt. Það voru alveg píkuskrækir hérna á ganginum þegar við fengum símana. Þetta var alveg sérstaklega gaman því það var fullt af myndum í símanum mínum sem ég hélt að væru glataðar. Bæði frá því um jólin með fjölskyldunni og líka frá því við vorum í keppnisferð á Norðurlandamótinu. Síðan erum við með myndbönd í símunum af æfingum hjá okkur sem við notum til að bæta okkur og líka myndbönd af því þegar manni mistekst og lendir kannski á andlitinu. Það getur verið mjög gaman að eiga það,“ segir Thelma og hlær.Stelpurnar æfa áhaldafimleika í Gerplu.Mynd/Magnús HeimirThelma segir stúlkurnar vera mjög ánægðar með skjót viðbrögð lögreglu í málinu og að þær muni passa vel uppá símana sína í framtíðinni. „Þetta er ekki að fara koma fyrir aftur. Við læstum símana tryggilega inní skáp meðan við kláruðum æfingu og mig langaði eiginlega ekkert að láta hann af hendi. Þetta eru bara jólin tvö,“ sagði Thelma Rut glöð í bragði símleiðis við blaðamann. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Mikil gleði upphófst á æfingu hjá fimleikastúlkunum í Gerplu í dag þegar þjálfari stúlkanna stöðvaði æfinguna og tilkynnti þeim að lögreglan væri búin að endurheimta símana þeirra. Vísir greindi frá því í gær að níu farsímum hefði verið stolið með stelpurnar voru á fimleikaæfinu. „Þjálfarinn kom og kallaði á okkur þegar við vorum í miðri æfingu. Við vissum alveg hvað var í gangi og hlupum fram á gang,“ segir Thelma Rut Hermannsdóttir, ein fimleikastúlknanna. Hún segir að margir hafi boðið fram hjálp sína og komið upplýsingum til lögreglu sem leiddu til þess að óprúttnu aðilarnir sem höfðu stolið símunum fundust „Það var kona sem sá statusinn hjá þjálfaranum okkar þar sem hann bað fólk um að litast um eftir símunum. Hún hafði séð eitthvað grunsamlegt fyrir utan Gerplu sem passaði við það sem ein af okkur hafði séð hérna uppí Gerplu,“ segir Thelma. Lögreglan hafi síðan afhent þeim símana sína við mikinn fögnuð. „Þetta var æðislegt. Það voru alveg píkuskrækir hérna á ganginum þegar við fengum símana. Þetta var alveg sérstaklega gaman því það var fullt af myndum í símanum mínum sem ég hélt að væru glataðar. Bæði frá því um jólin með fjölskyldunni og líka frá því við vorum í keppnisferð á Norðurlandamótinu. Síðan erum við með myndbönd í símunum af æfingum hjá okkur sem við notum til að bæta okkur og líka myndbönd af því þegar manni mistekst og lendir kannski á andlitinu. Það getur verið mjög gaman að eiga það,“ segir Thelma og hlær.Stelpurnar æfa áhaldafimleika í Gerplu.Mynd/Magnús HeimirThelma segir stúlkurnar vera mjög ánægðar með skjót viðbrögð lögreglu í málinu og að þær muni passa vel uppá símana sína í framtíðinni. „Þetta er ekki að fara koma fyrir aftur. Við læstum símana tryggilega inní skáp meðan við kláruðum æfingu og mig langaði eiginlega ekkert að láta hann af hendi. Þetta eru bara jólin tvö,“ sagði Thelma Rut glöð í bragði símleiðis við blaðamann.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira