Gerplustelpur endurheimtu stolnu símana Elimar Hauksson skrifar 17. janúar 2014 22:00 Stelpurnar voru gríðarlega ánægðar með að endurheimta símana sína. Mynd/Magnús Heimir Mikil gleði upphófst á æfingu hjá fimleikastúlkunum í Gerplu í dag þegar þjálfari stúlkanna stöðvaði æfinguna og tilkynnti þeim að lögreglan væri búin að endurheimta símana þeirra. Vísir greindi frá því í gær að níu farsímum hefði verið stolið með stelpurnar voru á fimleikaæfinu. „Þjálfarinn kom og kallaði á okkur þegar við vorum í miðri æfingu. Við vissum alveg hvað var í gangi og hlupum fram á gang,“ segir Thelma Rut Hermannsdóttir, ein fimleikastúlknanna. Hún segir að margir hafi boðið fram hjálp sína og komið upplýsingum til lögreglu sem leiddu til þess að óprúttnu aðilarnir sem höfðu stolið símunum fundust „Það var kona sem sá statusinn hjá þjálfaranum okkar þar sem hann bað fólk um að litast um eftir símunum. Hún hafði séð eitthvað grunsamlegt fyrir utan Gerplu sem passaði við það sem ein af okkur hafði séð hérna uppí Gerplu,“ segir Thelma. Lögreglan hafi síðan afhent þeim símana sína við mikinn fögnuð. „Þetta var æðislegt. Það voru alveg píkuskrækir hérna á ganginum þegar við fengum símana. Þetta var alveg sérstaklega gaman því það var fullt af myndum í símanum mínum sem ég hélt að væru glataðar. Bæði frá því um jólin með fjölskyldunni og líka frá því við vorum í keppnisferð á Norðurlandamótinu. Síðan erum við með myndbönd í símunum af æfingum hjá okkur sem við notum til að bæta okkur og líka myndbönd af því þegar manni mistekst og lendir kannski á andlitinu. Það getur verið mjög gaman að eiga það,“ segir Thelma og hlær.Stelpurnar æfa áhaldafimleika í Gerplu.Mynd/Magnús HeimirThelma segir stúlkurnar vera mjög ánægðar með skjót viðbrögð lögreglu í málinu og að þær muni passa vel uppá símana sína í framtíðinni. „Þetta er ekki að fara koma fyrir aftur. Við læstum símana tryggilega inní skáp meðan við kláruðum æfingu og mig langaði eiginlega ekkert að láta hann af hendi. Þetta eru bara jólin tvö,“ sagði Thelma Rut glöð í bragði símleiðis við blaðamann. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Mikil gleði upphófst á æfingu hjá fimleikastúlkunum í Gerplu í dag þegar þjálfari stúlkanna stöðvaði æfinguna og tilkynnti þeim að lögreglan væri búin að endurheimta símana þeirra. Vísir greindi frá því í gær að níu farsímum hefði verið stolið með stelpurnar voru á fimleikaæfinu. „Þjálfarinn kom og kallaði á okkur þegar við vorum í miðri æfingu. Við vissum alveg hvað var í gangi og hlupum fram á gang,“ segir Thelma Rut Hermannsdóttir, ein fimleikastúlknanna. Hún segir að margir hafi boðið fram hjálp sína og komið upplýsingum til lögreglu sem leiddu til þess að óprúttnu aðilarnir sem höfðu stolið símunum fundust „Það var kona sem sá statusinn hjá þjálfaranum okkar þar sem hann bað fólk um að litast um eftir símunum. Hún hafði séð eitthvað grunsamlegt fyrir utan Gerplu sem passaði við það sem ein af okkur hafði séð hérna uppí Gerplu,“ segir Thelma. Lögreglan hafi síðan afhent þeim símana sína við mikinn fögnuð. „Þetta var æðislegt. Það voru alveg píkuskrækir hérna á ganginum þegar við fengum símana. Þetta var alveg sérstaklega gaman því það var fullt af myndum í símanum mínum sem ég hélt að væru glataðar. Bæði frá því um jólin með fjölskyldunni og líka frá því við vorum í keppnisferð á Norðurlandamótinu. Síðan erum við með myndbönd í símunum af æfingum hjá okkur sem við notum til að bæta okkur og líka myndbönd af því þegar manni mistekst og lendir kannski á andlitinu. Það getur verið mjög gaman að eiga það,“ segir Thelma og hlær.Stelpurnar æfa áhaldafimleika í Gerplu.Mynd/Magnús HeimirThelma segir stúlkurnar vera mjög ánægðar með skjót viðbrögð lögreglu í málinu og að þær muni passa vel uppá símana sína í framtíðinni. „Þetta er ekki að fara koma fyrir aftur. Við læstum símana tryggilega inní skáp meðan við kláruðum æfingu og mig langaði eiginlega ekkert að láta hann af hendi. Þetta eru bara jólin tvö,“ sagði Thelma Rut glöð í bragði símleiðis við blaðamann.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira