Innlent

Þrívíddartæknin nú á allra færi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Undirritaður ásamt þrívíddarprentaðri eftirmynd.
Undirritaður ásamt þrívíddarprentaðri eftirmynd. MYND/Stefán
Árið 2014 verður stórt ár í þrívíddarprentun og skönnun. Þessi einstaka tækni verður brátt ódýrari og aðgengileg. Þrívíddarprentun boðar raunverulega byltingu í framleiðsluháttum, þar sem magn og framleiðsla er háð vilja fólksins.

Sjálf prentunin hefur verið til staðar í ein 20 ár en skönnunin sem slík hefur verið lengi að taka við sér. Þetta er að breytast. Núna er mögulegt ljósmynda hlut eða manneskju, setja saman heilmynd og að lokum prenta.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mark Florquin, heilmyndasmiður, kom til landsins á dögunum og hélt fyrirlestur um þrívíddarskönnun. Florquin einblínir á tölvuleikjaiðnaðinn en fjölmörg tískuhús, vítt og breitt um heiminn, nýta sér þjónustu hans.

„Það er hægt að skanna allt og prenta,“ segir Florquin. Hann bendir á að með þrívíddartækni er hægt að koma á fót nýju framleiðslukerfi, sem er bæði skilvirkt og hnitmiðað.

„Þetta er í senn bylting á framleiðsluháttum og umhverfismálum. Núna getur neytandinn alfarið stjórnað framleiðslunni. Við erum ekki lengur bundinn af raunveruleikanum,“ segir Florquin.

Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag, klukkan 18:30, í opinni dagskrá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×