Enski boltinn

Á ekki von á því að styrkja liðið í janúar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David Moyes og Fred the red, lukkudýr Manchester United
David Moyes og Fred the red, lukkudýr Manchester United Mynd/Gettyimages
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United telur ólíklegt að hann muni styrkja liðið í janúarglugganum.

Liðsmenn Moyes eiga nóg af leikjum framundan, þeir hefja leik í enska bikarnum seinna í dag ásamt því að vera komnir í undanúrslit enska deildarbikarsins og 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Þetta breytir ekki hvernig við förum að hlutunum, það er ekki auðvelt að styrkja liðið í janúar. Við erum með stóran hóp leikmanna og við munum reyna að dreifa álaginu, öll lið lenda í meiðslum á þessum hluta tímabilsins,"

„Ég efast um að við styrkjum liðið, við munum leitast eftir að gera það frekar í sumar. Leikmenn keyptir í janúarglugganum eru oft búnir að spila í Meistaradeildinni og geta því ekki tekið þátt í því,"

Moyes staðfesti að lokum að Daniele de Rossi, miðjumaður Roma var einn af leikmönnunum sem Manchester United leit til síðasta sumar.

„Við skoðuðum hann vel í sumar en ég held að það hafi ekki farið svo langt að kauptilboð hafi verið lagt fram,"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×