Enski boltinn

Stórliðin sluppu við hvort annað

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Rochdale í leiknum gegn Leeds í gær.
Leikmenn Rochdale í leiknum gegn Leeds í gær. Mynd/Gettyimages
Dregið var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar rétt í þessu og sluppu öll stórliðin vel. Chelsea gæti mætt Stoke á heimavelli í eina úrvalsdeildarslag umferðarinnar nái þeir að leggja Derby á iPro stadium en leikurinn var að hefjast rétt í þessu.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff fengu aftur útileik, eftir að hafa sigrað Newcastle 2-1 á St. James Park tekur við leikur gegn Bolton á Rebook Stadium.

Rochdale sem sló Leeds óvænt út í gær fékk annan heimaleik en þeir bíða eftir seinni leik Macclesfield og Sheffield Wednesday til að fá að vita mótherjann.

Leikið verður 25. og 26. janúar næstkomandi.

Leikir sem fara fram í fjórðu umferð:

Sunderland/Carlislie - Kidderminister/Peterborough

Bolton - Cardiff

Southampton - Yeovil

Huddersfield - Charlton/Oxford

Port Vale/Plymouth - Brighton

Nottingham Forest - Ipswich/Preston North End

Arsenal - Coventry

Southend United - Hull City

Rochdale - Macclesfield/Sheffield Wednesday

Stevenage - Everton

Wigan/MK Dons - Crystal Palace

Derby/Chelsea - Stoke

Blackburn/Manchester City - Bristol City/Watford

Bournemouth/Burton - Liverpool/Oldham

Birmingham/Bristol Rovers/Crawley - Manchester United/Swansea

Sheffield United - Norwich/Fulham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×