Enski boltinn

Moyes fær aur í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes, stjóri United.
David Moyes, stjóri United. Nordic Photos / Getty
David Moyes, stjóri Manchester United, hefur fengið vilyrði frá eigendum félagsins fyrir fjárveitingu til að kaupa varnarmann í mánuðinum.

Þetta kemur fram á fréttavef Sky Sports en félagið mun hafa áhuga á að kaupa bæði vinstri bakvörð og miðvörð.

Liðinu hefur ekki gengið vel á fyrri hluta tímabilsins í Englandi. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar og féll úr leik í bikarnum um helgina.

„Við viljum gjarnan fá leikmenn en standa þeir réttu okkur til boða,“ sagði Moyes eftir tap United gegn Swansea í bikarnum á sunnudag. „Það þarf að styrkja hópinn en það þýðir ekkert að blása málið upp því að líklegt er að við getum ekki fengið þá leikmenn sem við höfum áhuga á í janúar.“

United á rétt á að framlengja samninga þeirra Rio Ferdinand og Patrice Evra um eitt ár en hefur enn sem komið er ekki gert svo. Þá eru samningar þeirra Nemanja Vidic og Fabio einnig að renna út í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×