Enski boltinn

Barton lætur Ferguson heyra það

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferguson hefur verið tíður gestur á leikjum United.
Ferguson hefur verið tíður gestur á leikjum United. Nordic Photos / Getty
Joey Barton, knattspyrnumaðurinn umdeildi, hefur oft látið vel í sér heyra á Twitter-síðunni sinni og nú fær Alex Ferguson að kenna á því.

Ferguson var áhorfandi þegar að Manchester United tapaði fyrir Sunderland, 2-1, í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í ensku deildabikarkeppninni.

Ferguson hefur verið tíður gestur á leikjum United að undanförnu en liðinu hefur ekki vegnað vel á fyrstu leiktíðinni undir stjórn David Moyes. Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri United í vor eftir langan og gæfuríkan feril.

Barton gagnrýnir nærveru Ferguson og segir að honum væri nær að gefa Moyes frið.

„Af hverju var hann hað hætta? Hann er á hverjum einasta leik. Farðu í frí. Spilaðu golf. Vertu með fjölskyldu þinni eða vinum,“ skrifaði Barton og bætti við vel völdu blótsyrði.

Barton telur jafnvel líklegt að Moyes verði látinn taka poka sinn innan skamms og að Ferguson verði falið það hlutverk að „bjarga“ liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×