Enski boltinn

Moyes segist ekki vera búinn að kaupa Coentrao

Coentrao í leik með Real.
Coentrao í leik með Real.
Fjölmiðlar hafa greint frá því síðustu daga að portúgalski bakvörðurinn Fabio Coentrao sé á leið frá Real Madrid til Man. Utd. Í sumum fréttamiðlum hefur meira að segja verið gengið svo langt að halda því fram að málið sé frágengið.

„Það er ekki satt,“ segir David Moyes, stjóri Man. Utd, aðspurður um málið.

Moyes mun fá að versla áður en glugginn lokar í lok mánaðarins.

„Við höfum áhuga á ýmsum mönnum en það er ekkert víst að þeir standi okkur til boða. Okkur vantar sárlega leikmenn en það er enginn tilgangur í því fyrir mig að ræða um þá menn því þeir standa okkur líklega ekki til boða á þessum tímapunkti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×