Enski boltinn

Dzeko: Ha, unnum við 6-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edin Dzeko fagnar marki í kvöld.
Edin Dzeko fagnar marki í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Edin Dzeko hélt áfram að raða inn mörkum í enska deildbikarnum en Bosníumaðurinn skoraði tvö mörk í 6-0 stórsigri á West Ham í fyrri undanúrslitaleik liðanna í kvöld.

Dzeko hefur þar með skorað sex mörk í fjórum leikjum í deildabikarnum á leiktíðinni.

„Við erum að verða betri með hverjum leikjum. Það er ekki auðvelt að vinna 5-0 á móti úrvalsdeildarliði en við gerðum það í kvöld," sagði Edin Dzeko en blaðamaður BBC minnti hann þá að leikurinn hafi farið 6-0.

„Ha, unnum við 6-0, ó," svaraði þá Edin Dzeko smá vandræðalegur. Samvinna hans og Alvaro Negredo er alltaf að verða öflugri en Spánverjinn var með þrennu í kvöld þar af kom eitt markanna eftir stoðsendingu frá Dzeko.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×