Fótbolti

De Boer: Kolbeinn getur betur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn í leik með Ajax í Hollandi.
Kolbeinn í leik með Ajax í Hollandi. Nordic Photos / Getty
Frank De Boer, þjálfari hollenska liðsins Ajax, er ekki ánægður með það sem Kolbeinn Sigþórsson hefur sýnt á leiktíðinni til þessa.

Þetta segir hann í samtali við hollenska blaðið De Telegraaf. „Ég held að allir bjuggust við því að hann yrði fyrsti sóknarmaður liðsins,“ sagði De Boer.

„En ég hef breytt byrjunarliðinu nokkuð oft í haust sem gefur til kynna að ég er ekki ánægður. Meiðslin hans hafa einnig sett strik í reikninginn.“

„Þetta er eitthvað sem við erum að takast á við og ég held að hann sjálfur geri sér fulla grein fyrir þessu.“

„En hann er enn mjög ungur og hefur enn tíma. Hann hefur þó ekki enn náð eins langt og hann er fær um að gera.“

Ajax er á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar en Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður liðsins með sex mörk í fimmtán leikjum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×