Enski boltinn

Moyes tilnefndur sem stjóri desembermánaðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
Enska úrvalsdeildin hefur tilnefnt fjóra sem knattspyrnustjóra desembermánaðar en David Moyes, stjóri Manchester United, er einn þeirra.

United gekk vel í síðasta mánuði en liðið vann þá fjóra leiki og gerði eitt jafntefli í ensku úrvalsdeildinni. Tímabilið hefur þó verið erfitt hjá United sem hafa til að mynda tapað öllum leikjum sínum á árinu til þessa.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er einnig tilnefndur sem og þeir Manuel Pellegrini hjá Manchester City og Roberto Martinez hjá Everton.

Tilnefndir sem leikmaður mánaðarins eru Luis Suarez (Liverpool), Alvaro Negredo, Vincent Kompany, Yaya Toure (allir Manchester City), Ross Barkley (Everton) og Theo Walcott (Arsenal).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×