Enski boltinn

Rodgers sektaður af enska sambandinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur verið sektaður af enska knattspyrnusambandinu um 150 þúsund krónur fyrir ummæli eftir leik sinna manna gegn Manchester City á öðrum degi jóla.

Rodgers kvartaði undan dómgæslunni eftir leikinn sem City vann, 2-1. Rodgers gagnrýndi enska sambandið fyrir að setja dómara frá úthverfi Manchester-borgar á leikinn.

Sambandið ákvað að kæra Rodgers fyrir ummælin og játaði knattspyrnustjórinn sök. Hann var því sektaður en þarf ekki að taka út leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×