Enski boltinn

Lescott óánægður með stuðningsmenn Manchester City

Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool og Joleon Lescott, miðvörður Manchester City.
Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool og Joleon Lescott, miðvörður Manchester City. Mynd/Gettyimages
Joleon Lescott, varnamaður Manchester City og enska landsliðsins gagnrýndi stuðningsmenn City eftir óvænt jafntefli gegn Blackburn í enska bikarnum í gær.

Lescott sem hefur verið orðaður við brottför frá félaginu var gagnrýndur af hóp stuðningsmanna City á meðan leiknum stóð.

„Biðst afsökunar á að hafa ekki þakkað fyrir mig eftir leikinn en mér bauð við athugasemdum nokkurra stuðningsmanna liðsins á meðan leiknum stóð. Mun ekki segja hvað var sagt en ég þakka hinum stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn," sagði Lescott á Twitter-síðu sinni.

Lescott sem hefur aðeins spilað 675 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu hefur verið orðaður við Newcastle, Tottenham og Besiktas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×