Enski boltinn

Ekki víst hvenær Jovetic snýr aftur á völlinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stevan Jovetic
Stevan Jovetic Mynd/Gettyimages
Manuel Pellegrini,knattspyrnustjóri Manchester City, vonast til að geta notað Stevan Jovetic meira á seinni hluta tímabilsins. Jovetic hefur aðeins spilað fimm leiki á tímabilinu í öllum keppnum og skorað í þeim tvö mörk.

Manchester City gekk frá kaupunum á Jovetic í sumar frá Fiorentina eftir að Svartfellingurinn hafði verið orðaður við Arsenal í langan tíma.

„Það er erfitt að segja með Stevan, ég trúi honum að þegar hann segist vera meiddur sé hann meiddur. Vonandi getur hann tekið meiri þátt á seinni hluta tímabilsins því hann er mikilvægur leikmaður,"

Jovetic hefur aðeins spilað 88 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur ekki komið við sögu síðan 19. október.

„Það er ómögulegt að vera 100% heill í öllum leikjum og það eru til misalvarleg meiðsli. Ég treysti honum í dag en við skulum sjá hvernig álit mitt verður á honum í vor,"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×