Enski boltinn

Moyes óánægður með sóknarleikinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David Moyes var ekki sáttur með sína leikmenn í dag
David Moyes var ekki sáttur með sína leikmenn í dag Mynd/Gettyimages
"Við vorum óheppnir að tapa þessum leik, við fengum ekki nóg af færum og lentum síðar manni undir sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United eftir 2-1 tap gegn Swansea í dag.

„Við spiluðum vel á köflum, komumst í góðar stöður en úrslita sendingarnar voru að klikka og fyrir vikið fengum við ekki nógu góð færi. Að mínu mati stjórnuðum við leiknum lengst af en við höfum ekki verið að ná úrslitum á heimavelli,"

Þetta var aðeins í annað sinn sem Manchester United dettur út í þriðju umferð enska bikarsins síðan 1984.

„Sama hvaða klúbb þú ert hjá þá er alltaf erfitt að tapa leikjum. Við eigum erfiðan leik á þriðjudaginn gegn Sunderland í undanúrslitum deildarbikarsins og við verðum að vera tilbúnir í þann leik," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×