Innlent

Grafa út úr ósi Lagarfljóts

Þorgils Jónsson skrifar
Á þessari mynd má sjá ósa Löklu og Lagarflljóts og hvernig þeir eru farnir að ógna votlendi og Fögruhlíðará. Skurðurinn er grafinn í gegnum fjörukambinn á miðri mynd.
Á þessari mynd má sjá ósa Löklu og Lagarflljóts og hvernig þeir eru farnir að ógna votlendi og Fögruhlíðará. Skurðurinn er grafinn í gegnum fjörukambinn á miðri mynd. Mynd/Landsvirkjun
Framkvæmdir hófust í vikunni við að grafa skurð út úr ósi Lagarfljóts og Jökulsá á dal, Jöklu, við Héraðsflóa til að breyta farvegi fljótanna sem hefur færst nokkuð norður eftir á síðustu árum. Frá þessu segir á vef Austurfréttar.

Fréttablaðið sagði fyrr í vetur frá áhyggjum bæjarstjórnarfólks eystra vegna tafa við framkvæmdina.

Færsla óssins í norður var farin að ógna Fögruhlíðará sem og vernduðu votlendissvæði og ræktarlandi en nú er vonast til að snúa þróuninni við með gerð 200 metra langs skurðar í gegnum fjörukambinn á þeim slóðum þar sem ósinn var á seinni helmingi síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×