Borgarráð lýsir stuðningi við stjórn Slökkviliðsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 31. janúar 2014 16:33 Samkomulagsgrundvöllurinn gengur út á það að ríkið greiði 616 milljónir fyrir sjúkraflutninga ársins 2012, 708 milljónir króna á ári 2013 til 2015 og 830 milljónir á ári vegna áranna 2016 til 2018. vísir/eyþór Borgarráð fjallaði um bréf heilbrigðisráðherra til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu á fundi sínum í gær. Samþykkt var með fimm atkvæðum að lýsa yfir fullum stuðningi við stjórn Slökkviliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Samkomulagsgrundvöllurinn byggir á óháðri skýrslu KPMG sem komst að þeirri niðurstöðu að ríkinu bæri að greiða 856 milljónir á ári sem sanngjarna greiðslu fyrir sjúkraflutningana en ríkinu ber samkvæmt lögum að standa straum af sjúkraflutningum í landinu. KPMG komst einnig að þeirri niðurstöðu að raunkostnaður við sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu væri yfir 1.100 milljónir króna á ári. Samkomulagsgrundvöllurinn gengur út á það að ríkið greiði 616 milljónir fyrir sjúkraflutninga ársins 2012, 708 milljónir króna á ári 2013 til 2015 og 830 milljónir á ári vegna áranna 2016 til 2018. Hafa sveitarfélögin sagt að þau séu ekki tilbúin til að ganga lengra í að niðurgreiða þjónustuna fyrir ríkið en samningar hafa verið lausir frá 2011. Bókunin sem borgarráð samþykkti var svohljóðandi: „Borgarráð lýsir fullum stuðningi við stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og staðfestir umboð hennar í þeirri erfiðu vinnu sem farið hefur fram óslitið frá því í október 2011 vegna endurnýjunar á samningi á sjúkraflutningum SHS. Samlegðaráhrif sjúkraflutninga og slökkviliðs eru ótvíræð auk þess sem fyrirsjáanleg fækkun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í SHS vegna aðskilnaðar sjúkraflutninga frá slökkviliði mun skerða öryggi á höfuðborgarsvæðinu. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að standa við innihald þess samkomulagsgrundvallar sem gerður var milli aðila í febrúar 2013. Samningur á grundvelli samkomulagsins liggur fyrir en hefur hvorki verið undirritaður né hefur ríkið greitt fyrir þjónustuna í samræmi við kostnaðarmat sem honum lá til grundvallar og unnið var af óháðum aðila. Á meðan svo er niðurgreiða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sjúkraflutninga en taka skal fram að sjúkraflutningar eru á verksviði ríkisins samkvæmt lögum. Borgarráð lýsir vonbrigðum sínum vegna skilningsleysis heilbrigðisráðuneytisins á því að ríkið þurfi að greiða þann kostnað sem ríkinu ber og hefur nú leitt til þess að stjórn SHS hefur þurft að grípa til þess neyðarúrræðis að biðja um verklok vegna þjónustunnar. Það neyðarúrræði byggist ekki á einlægum vilja til þess að slíta samstarfi ríkis og sveitarfélaga og skilja að sjúkraflutninga og slökkvistarf, heldur á algjöru vonleysi gagnvart stöðu mála.“ Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Borgarráð fjallaði um bréf heilbrigðisráðherra til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu á fundi sínum í gær. Samþykkt var með fimm atkvæðum að lýsa yfir fullum stuðningi við stjórn Slökkviliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Samkomulagsgrundvöllurinn byggir á óháðri skýrslu KPMG sem komst að þeirri niðurstöðu að ríkinu bæri að greiða 856 milljónir á ári sem sanngjarna greiðslu fyrir sjúkraflutningana en ríkinu ber samkvæmt lögum að standa straum af sjúkraflutningum í landinu. KPMG komst einnig að þeirri niðurstöðu að raunkostnaður við sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu væri yfir 1.100 milljónir króna á ári. Samkomulagsgrundvöllurinn gengur út á það að ríkið greiði 616 milljónir fyrir sjúkraflutninga ársins 2012, 708 milljónir króna á ári 2013 til 2015 og 830 milljónir á ári vegna áranna 2016 til 2018. Hafa sveitarfélögin sagt að þau séu ekki tilbúin til að ganga lengra í að niðurgreiða þjónustuna fyrir ríkið en samningar hafa verið lausir frá 2011. Bókunin sem borgarráð samþykkti var svohljóðandi: „Borgarráð lýsir fullum stuðningi við stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og staðfestir umboð hennar í þeirri erfiðu vinnu sem farið hefur fram óslitið frá því í október 2011 vegna endurnýjunar á samningi á sjúkraflutningum SHS. Samlegðaráhrif sjúkraflutninga og slökkviliðs eru ótvíræð auk þess sem fyrirsjáanleg fækkun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í SHS vegna aðskilnaðar sjúkraflutninga frá slökkviliði mun skerða öryggi á höfuðborgarsvæðinu. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að standa við innihald þess samkomulagsgrundvallar sem gerður var milli aðila í febrúar 2013. Samningur á grundvelli samkomulagsins liggur fyrir en hefur hvorki verið undirritaður né hefur ríkið greitt fyrir þjónustuna í samræmi við kostnaðarmat sem honum lá til grundvallar og unnið var af óháðum aðila. Á meðan svo er niðurgreiða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sjúkraflutninga en taka skal fram að sjúkraflutningar eru á verksviði ríkisins samkvæmt lögum. Borgarráð lýsir vonbrigðum sínum vegna skilningsleysis heilbrigðisráðuneytisins á því að ríkið þurfi að greiða þann kostnað sem ríkinu ber og hefur nú leitt til þess að stjórn SHS hefur þurft að grípa til þess neyðarúrræðis að biðja um verklok vegna þjónustunnar. Það neyðarúrræði byggist ekki á einlægum vilja til þess að slíta samstarfi ríkis og sveitarfélaga og skilja að sjúkraflutninga og slökkvistarf, heldur á algjöru vonleysi gagnvart stöðu mála.“
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira