Innlent

„Við berum mikla umhyggju fyrir hagsmunum og velferð þessarar konu"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sveinn Þór Elinbergsson segir málið mikið áfall.
Sveinn Þór Elinbergsson segir málið mikið áfall. Skessuhorn/ÞÁ
„Við berum  mikla umhyggju fyrir hagsmunum  og velferð þessarar konu, dóttur hennar og allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls,“ segir Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um málefni þroskaskertrar konu frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfarðir hennar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun.

Sveinn segist þó ekki geta tjáð sig um einstök efnisatriði málsins vegna trúnaðarskyldu. „Við könnumst við þetta mál sem nú er orðið opinbert. Konan er skjólstæðingur okkar. Hún nýtur þjónustu stofnunarinnar, þess vegna þekkjum við til málsins. Við berum hag hennar fyrir brjósti og viljum tryggja velferð hennar.“

Hann segist deila áhyggjum með Jóni Þorsteini Sigurðssyni, réttindagæslumanni á Vesturlandi og Vestfjörðum, sem sagði í Kastljósi í gær að málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og samræmdist jafnvel ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum  áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum ,“ segir Sveinn.

Hann segir málið vera erfitt. „Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir marga. Við höfum ríku hlutverki að gegna í því og veitum mörgum þjónustu í tengslum við það,“ útskýrir Sveinn.


Tengdar fréttir

Grunaði bóndinn er ekki faðirinn

Rúmlega áttræður bóndi á Snæfellsnesi, sem er grunaður um að hafa níðst á greindarskertri stjúpdóttur sinni í áratugi, er ekki faðir dóttur hennar. Þetta er niðurstaða faðernisprófs.

Ormagryfja misnotkunar opnaðist í kjölfarið á kæru

Þroskaskert kona segist hafa sætt langvarandi misnotkun stjúpa síns og tveggja bræðra hans á sveitabæ á Snæfellsnesi. Þegar upp komst um brot tengdasonar hennar gegn henni hófst víðtæk lögreglurannsókn.

Fordæmalausri misnotunarrannsókn lokið

Lögreglan á Akranesi hefur lokið rannsókn á máli 82 ára bónda á Snæfellsnesi sem grunaður er um að hafa beitt þroskaskerta stjúpdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×